Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 31
27
skipti þjóðarinnar, og allt líf hennar á þeim tíma, and-
legt sem líkamlegt, er með brennimarki ófrelsis og kúg-
unar. Kjarkurinn og sjálfstraustið hverfur, og dugurinn
dvín. Eptir þetta fer fátæktin og volæðið stöðugt vax-
andi fram yflr síðustu aldamót, og þótt margt hafi Iag-
ast á síðari tímum, er þjóðin enn að mörgu leyti með
sama markinu brennd sem hún var á 17. og 18. öld,
og ýmsu nytsömu hefur hún glatað, er þá var til. Hag-
ur landsmanna var orðinn miklu verri við lok 16. aldar
en hann hafði verið um miðja þá öld, og miklu verri
við lok 17. aldar, en hann hafði verið við upphaf henn-
ar, og enn miklu verri við lok 18. aldar en við upphaf
hennar. Slíkar hafa afleiðingar kúgunarinnar og ófrels-
isins orðið vorri þjóð.
Á 17. öldinni finna menn sárt til þess, hversu hag
Iandsins fer þá síhnignandi, þeir finna sárt til þeirrar
eymdar, er kúguninni fylgir, þeir finna sárt til þess, að
þeir eru orðnir „undirlagið allra þjóða“, svo sem sira
Ólafur Einarsson kemst að orði í kvæði sínu einu, er
„Árgalinn“ heitir. Þó var fátæktin eigi orðin mjög
mikil á fyrra hluta 17. aldar, og efnahagur manna var
miklu betri en síðar varð. Búin voru allstór, og mikið
til af verðmætum hlutum á öllum heimilum, er talin
voru í fremri röð. En um þessar mundir var verzlunin
orðin svo ill og kúgunin svo mikil, að nálega voru all-
ar bjargir bannaðar, þótt enn væru nokkur efni til.
Fyrir því er eigi undarlegt þótt miklar kvartanir heyr-
ist frá þeim tímum um hallæri og vandræði, og fór það
stöðugt í vöxt eptir því sem stundir liðu fram. Alla
17. öldina hnignaði hag landsmanna drjúgum; kvik-
fienaðurinn minnkaði og fátæklin óx.
Menn finna einatt sárt til þess, þá er efnahag þeirra
er að hnigna, og þeim finnst að þeir eigi við köld kjör