Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 36
32
verið flutt af saltkjöti hjeðan af landi, en ætla má, að
eigi hafi þá verið selt af landi burt minna að öllu sam-
töldu en 80 þús. sauðfjár. Það mun mega gera ráð
fyrir, að eigi komi öll kurl til grafar í skýrslunum, og
ávallt sje nokkru meira út flutt en þar er talið. Það
mun eigi mjög fjarri sönnu að ætla, að nú á síðari árum
hafi verið selt til útlanda, er hvorttveggja er talið saman,
dautt og lifandi, um 50—60 þús. sauðfjár. Þess verður
að gæta, að fyr á timum var siður að láta sauði verða
miklu eldri en nú, svo að fje það, er selt var í kaupstað,
voru einkum gamlir sauðir, 4—5 vetra, og þaðan af
eldri. Til þess að bóndinn geti selt ákveðinn fjölda af
gömlum sauðum á hverju ári, verður hann að eiga fleiri
sauði en til þess að geta selt sama fjölda af ungum
sauðum. Eptir þessu mætti ætla, að sauðfjár fjöldinn
hafl eigi verið miklu minni á fyrra hluta 18. aldar en
nú. Það má þó telja víst, að sauðfjeð hafl eigi verið
fullkomlega svo margt í landinu sem nú, og þess verður
að gæta, að þá var lagt minna kjöt til heimilis en
nú. Það er auðsætt af þessu, er lijer hefir verið talið,
og mörgu öðru, að sauðfjáreign landsmanna heflr alls
eigi verið mjög lítil á fyrra hluta 18. aldar. Varla
mun þó sauðfje hafa verið færra á 17. öldinni, því að
það er kunnugt, að hag landsius var sífollt að hnigna
alla 17. öldina og 18. öldina. Hjer ber allt að sama
brunni, að eigi verður dæmt neitt um venjulega fjáreign
landsmanna eptir framtalinu 1703.
Eptir miðja 18. öld kastar fyrst tólfunum um
eymdina og vesaldóminn í landinu. Hagur landsmanna
hlaut að vísu að fara síversnandi, eptir því sem þeir
bjuggu lengur undir slíkri ánauð og ófrelsi, er þá var
í landinu, en svo bættust þar á ofan hin mestu harð-
indi eptir miðja öldina, síðan fjárkláðinn, og svo
j