Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 37
33
Skaptárgosið, hin ógurlegasta landplága, er gengið heíir
hjer á landi. Þá bættu verzlunarvandræðin í byrjun
þessarar aldar eigi um.
Aldrei liefur hagur landsins staðið jafnilla sem síð-
ara hluta 18. aldar; aldrei hefur verið jafnmikil fátækt
og vesaldómur í landinu sem þá. Það er þessi eymd-
artími þjóðarinnar, sem liggur næst vorri „framfaraöld“.
Nú þekkjum vjer ávallt þann tímann bezt, er liggur oss
næst, og höfum mestar sögur af honum. Fyrir því hætt-
ir mörgum við að hafa einkum þann tíma fyrir augum,
er þeir tala um hversu menn standi framar nú en fyr
á tímum, eða þeim hættir við að hugsa sjer allan fyrri
tímann sem líkastan þessum eymdartíma, er þeir þekkja
bezt og hafa heyrt flestar sagnir um. Það er því skilj-
anlegt, þótt margir ætli að landbúnaðurinn hafi tekið
meiri framförum frá því á löngu liðnum tímurn en hann
hefur gert í raun rjettri, og það er skiljanlegt þótt
margir ætli, að landsmenn nú hafl meiri yfirburði yfir
fyrri menn í ýmsum greinum en þeir liafa. Þá er vel
er gætt að öllu og hlutdrægnislaust, verður því eigi
neitað, að flest sýnist bera vott um það, að frá öndverðu
og fram á miðja 16. öld hafi ávallt verið meiri auður í
Iandinu en nú, og fram undir lok 17. aldar mun efna-
hagur landsmanna varla hafa staðið ver en nú. Það
er eigi að marka þótt optar sje talað um hallæri á 17.
öld en á þessari öld, því þá var kúgunin og ófrelsið svo
ramt og ríkt, að eigi var unnt að hafa þau not af efn-
um sínum og kröptum, er menn hafa nú. Þess ber og
vel að gæta, að bændur verða að hafa stærri bú nú og
eiga meiri efni en á 17. öld til þess að liagur þeirra
standi jafnvel sem þá, fyrir því að þarfirnar hafa auk-
ist svo mikið. Tekjurnar verða að vaxa að sama skapi
Búnaðarrit VII.
8