Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 41
37
í fornöld stóðu íslendingar nágranna þjóðum sínum
fullkomlega jafnfætis. Atvinnuvegirnir voru eigi stund-
aðir ver, eða með minni kunnáttu, eu í nágrannalönd-
unum. Ef vjer atkugum þá tíma, er liggja oss nær, og
gætum þess, hversu lijer var högum háttað á 15. og 16.
öld, þá sýnist svo, sem íslendingar hafi enn eigi staðið
nágrannaþjóðum sínum mjög að baki. Atvinnuvegirnir
voru eigi stundaðir með miklu minna dugnaði og þekk-
ingu lijer en annarstaðar. Sá sem hefði flutt hingað um
þær mundir frá Noregi, Danmörk eða Skotlandi, mundi
eigi hafa fundið til þess, að hann þyrfti að fara hjer á
mis við nein veruleg þægindi, er hann gat notið í sínu
landi, og hann mundi eigi hafa getað sjeð, að atvinnu-
vegirnir væri stundaðir hjer með miklu minni kunn-
áttu.
Á síðara hluta 16. aldar og á 17. öldinni fer ís-
land fyrst að verða til muna á eptir öðrum löndum, og
á 18. öldinni er það orðið langt á eptir. Það er
þó íyrst á vorri öld, að íslendingar eru orðnir mjög
langt á eptir öllum menntuðum þjóðum. Útlendingur
sem kingað flytur nú, honum finnst nær því sem liann
sje kominn út úr mannheimum. Öðrum þjóðum hefur
farið geysimikið fram frá því á fyrri tíinum, en íslend-
ingum miðar lítið áfram. Því eru þeir ávalt að verða
meir og meir á eptir öðrum þjóðum. Fjarlœgðin mitt-
um Islendinga og annara Jjjóða er ávalt að verða meiri
og meiri, og hefur aldrei verið svo mikil sem nú.
Þá er atvinnuvegir vorir eru bornir saman við at-
vinuuvegi annara þjóða nú á tímum, er munurinn afar-
mikill. í öðrum löndum eru atvinnuvegirnir stundaðir
af þekkingu og kunnáttu, en hjer er flest unnið nálega
þekkingarlaust. Fyrir því stöndum vjer svo illa að vígi
í samkeppninni við aðrar þjóðir, og miklu ver en nokkru