Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 42
38
sinni áður. Oss er fullkomin hætta búin ef þetta lag-
ast eigi. Öðrum þjóðum fer sífellt fram í þekkingu og
kunnáttu á atvinnuvegum sínurn. Ef vjer aukum eigi
þekkingu vora á vorum atvinuuvegum, þá verður fjar-
lægðin meiri og meiri, og vjer stöndum einatt ver og
ver að vígi í baráttunni fyrir lífinu. — Oss fer þá si-
fellt aptur.
Hvort sem vjer teljum að landbúnaðinum hjer í
landi hafi farið nokkuð fram eða eigi frá því á löngu
liðnum tímum, þá getur engum dulizt, er athugar það
mál, að framfarirnar eru litlar. Landbúnaðinum í öðr-
um löndum fleygir fram. Fyrir því fer vorum landbún-
aði í raun rjettri aptur. Allar landbúnaðarvörur í öðr-
um löndum eru einatt að verða vandaðri og útgengi-
legri. íslenzkar landbúnaðarvörur eru óvandaðar og
litlu betri en þær voru fyr á tímum. Fyrir því vilja
útlendingar nú varla Iíta við þeim, þótt þær væru út-
gengilegar áður, af því að aðrar þjóðir höfðu þá einnig
óvandaðar vörur á boðstólum. Þess vegna gátu íslenzk-
ar landbúnaðarvörur fyr á tímum verið í jafnháu verði
sem samkynja vörur í öðrum löndum. Ullin er í mjög
lágu verði af því að hún er svo óvönduð; hún er óhrein
og lítur illa út, og auk þess er hún svo stórgerð i sam-
anburði við vandaða ull í öðrum löndum. Með kynbót-
um geta menn komið því til leiðar, að ullin verði smá-
gerð og mjúk.
Ekki tekur betra við, ef talað er um mjólkina og
meðferð hennar. Sje íslenzkt smjör borið saman við
smjör í öðrum löndum, þá er það svo langt fyrir neðan
allar hellur, að það getur alls eigi heitið boðleg vara,
og því síður að það verði selt við nokkru verði í sam-
anburði við smjör í öðrum löndum.
Sama kunnáttuleysið kemur og berlega í ljós við