Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 44
40
hendur, og með mikilli grasrækt má hafa mikinn og arð-
saman kvikfjenað, því að þetta tvennt fylgir hvort öðri
og fer saman.
Nú getur engin þjóð lifað lífi menntaðra manna án
þess að stunda atvinnu sína með þekkingu, og án þess
að taka sjer fram. Aðrar þjóðir fá árlega betri og ör-
uggari vopn í hendur í baráttunni fyrir tilverunni. Nú
eru þau vopnin að litlu nýt, er áður þóttu góð. Vjer
verðum að heyja þetta stríð svo sem aðrir, en vjer höf-
um engin vopn nema þau, er nú þykja nálega eigi duga
til neins. Oss vantar þekkingu og kunnáttu, og oss vantar
traust á atvinnuvegum vorum. Oss vantar hin einu
vopn, er bíta. Nú verðum vjer að freista að afla oss
þessara vopna, því engan annan útveg eigum vjer til
þess að fá lifað því lífi, er við megi una.
Vjer verðum framar öllu að fá traust og trú á at-
vinnuvegum vorum og kostum lands vors, og þetta
traust og þessi trú má eigi vera neinn draumur eða ó-
ljósar tilfinningar, heldur á það að grundvallast á ljósri
þekkingu á atvinnuvegunum og landkostunum. Vjer eig-
um að treysta þessum hlutum fyrir þá sök, að vjer þekkjum
þá og vitura að vjer megum treysta þeim. Það er eigi unnt
að segja, hve mikil hætta þjóð vorri er búin, ef hún fær eigi
meiri þekkingu og meira traust á atvinnuvegum sínum en
hún nú hefur. — Pað er eigi unnt að segja, hve mikil
hætta henni er búin, ef þetta verður eigi, en það er víst
að hættan er mikil, og að líkindum meiri en flestir hafa
hugboð um.
Það er eigi að eins af vankunnáttu, hversu illa
margir fara með ráði sínu. Það er hvorttveggja, að
margir hirða lítið um að afla sjer þekkingar á atvinnu-
vegum sínum, og hitt, að þeir gera margt með minni
ráðdeild en þeir liafa vit á. Margir fara ver með kvik-