Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 45
41
fjenað sinn en þeir hafa vit á, og margir fara ver með
ábúðarjörð sína en þeir hafa kunnáttu til. Það má
finnna þess allmörg dæmi, að bændur gera margt, er
þeir vita að skemmir jörðina og spillir henni. í öðrum
löndum leita menn við að bæta jörðina, og græðaþau
sár, er hún hefur beðið á fyrri tímum, en hjer er svo
lítið gert að því að bæta, en mikið að því að skemma
og eyðileggja. Það þarf eigi annað en minna á það,
hversu skógarnir hafa verið eyðiiagðir, og eru enn, þar
sem nokkrar leifar eru eptir af þeim, eða hversu menn
í ým8um hjeruðum landsins styðja að eyðileggingum
af sandfoki. Margir hirða lítið um það, þótt þeir spilli
jörðinni, einkum ef tjónið lendir á eptirkomöndum þeirra.
Þeir eru helztí margir, er harðla lítið hirða um það,
er nytsamt er og gagnlegt í landinu, og litla ræktar-
semi hafa við landið og kosti þess. Það sýnist sem
allmörgum liggi það í ljettu rúmi, hvílík verða kjör niðja
þeirra, er landið eiga að byggja eptir þá. Þeir menn
eru til í landinu, er með rjettu mætti kalla landeyður
í bókstaflegum skilniugi, ef það væri eigi svo ljótt orð.
Meðferð sumra manna á jörðinni er slík, að hún minnir
á víkingana í fornöld, er fóru báli og brandi um bygðina.
Það er sem sumum fylgi enn nokkuð af vikiuganáttúr-
unni fornu.
„Farit liefl ek blóðgum braudi,
svá at mér benþiðurr fylgdi,"
kvað Egill bóndi á Borg. Til eru þeir bændur enn, að
eigi er sönnu fjarri, þótt sagt sje, að þeir fari „blóðgum
hrandi11 um sitt eigið land.
Sumir segja að hagur landsmanna sje góður og
atvinnuvegir landsins í góðu lagi, og liafa þeir þessa
kenningu að vopni gegn Amerikuferðunum; en þeir vinna
þjóð sinni ekkert gagn með slíkri kenningu, af því að