Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 48
44
stendur frá fyrri tímum. Þeir tala mjög um „framfarir11 og
„umbætur“, en með launung grafa þeir undan þeim
grundvelli, er þjóðrækniu hvílir á og ættjarðarástin, en
það eru þær máttarstoðir, er allar framfarir i landinu
verða að styðjast við. Frá þjóðrækninni og ættjarðar-
ástinni fær sjerhvert gott fræ og sjerhver góð planta,
er gróðursett er í akri þjóðlifs vors, ljós og líf, þrifnað
og þroska. Væru þessar dyggðir miklu ríkari og sterk-
ari með þjóð vorri en nú eru þær, þá myndi hagur
hennar standa með miklu meira blóma en nú, þá myndi
framför hennar verða miklu stórstigari, og erfiðleikarnir
á framfarabrautinni auðsóttari. En deyi þessar dygðir,
þá eru allar bjargir bannaðar; þá er engin von
um framfarir, — þá geta engin framfarablóm dafnað
eða dagvöxtum farið, þau deyja og visna í höndum
sjálfra framfaramannanna.
Eg minnist þess nú, að á einum stað í „Konungs
skuggsjá“ er talað um ýmiskonar hallæri eða „árgalla“,
svo sem það er kallað þar; þar er talað um hallæri
af uppskerubresti, um hallæri af drepsóttum, hallæri af
ófriði við útlendar þjóðir o. fl., en síðast eru þessi orð:
„Nú er sá enn útaldr árgalli, er miklu er þyngri
einn en allir þessir, er nú höfum vér talda, ef
úáran kann at koma í fólkit sjálft, er byggvir landit,
eða enn heldr, ef árgalli kemr í siðu þeirra ok mannvit
eða meðferðir, er gæta skulu stjórnar landsins, fyrir þvi
at mart liggr til ráðs at hjálpa því landi, er úáran er
á, ef á þeim löndum er gott, er íhjá liggja, ok véla
vitrir menn um. Eu ef úáran verðr á fólkinu eða sið-
um landsins, þá standa þar mikiu stærstir skaðar af; því
at þá má eigi kaupa af öðrum löndum með fé hvárki
siðu né mannvit, ef þat týnisk eða spillisk, er áðr var
í landinu".