Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 52
48
ákaflega þægileg brú, en stundum eru þeir eins og liáll
og næfurþunuur ís, sem margur hefur dottið ofan um
og drukknað.
Orðið „verzlun11 hefur að fornu og nýju verið haft
bæði um kaupskap og flutning á vörum. Allt til skamms
tíma hafa allir þeir, sem verzlað hafa, haft á hendi, að
kaupslaga og jafnframt að flytja vörur um lengri eða
8kemmri veg; þannig hafa kaupmenn orðið að hafa lest-
ir eða skip í förum. Nú á síðari timum greinast at-
vinnuvegirnir meir og meir í sundur, og eins er um
verzlunina; hún er farin að klofna í greinar. Þótt það
sje að vísu algengt enn, að þeir sem kaupslaga komi
sjálfir vörunni þangað, sem þeir selja hana, þá er þó
hitt einkum að riðja sjer til rúms, að flutningur bæði á
vörum og öðru sje sjerstakur atvinnuvegur. Þessi breyt-
ing hefur einkum komizt á fyrir áhrif gufuaflsins og
rafsegulþráðanna. Fjelög hafa komið upp til þess að
reisa gufuskipastól, og önnur, sem komið hafa á járn-
brautum og gufuvögnum. Fjelög þessi hafa ekki stund-
að kaupskap á vörum; þeim hefur verið ærið nóg að
sinna vöruflutniugum og mannflutningum. Nú hafa kaup-
menn sjeð, að flutningar hafa fengizt hjá fjelögum þessum
fljótari, tryggari og jafnvel ódýrri, en þeir gátu gjört þá
sjálfir; þeim hefur þótt eins ábatasamt og hentugt, að
beita fje sínu og fylgi að kaupskapnum einum. Frjetta-
þræðir og auknar samgöngur hafa líka gjört þessa breyt-
ingu auðveldari.
Annar klofningur er og í verzluninni. í gamla
daga urðu kaupmenn sjálfir að eiga mestallan höfuðstól-
inn, sem hvíldi í verzlun þeirra, hús og áhöld, skip og
vörur, og stóð þá meira fje fast í verzlunum en nú sök-
um ógreiðari flutninga. En langt er síðan að þetta fór