Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 56
52
Það væri sannarlega gagnlegur fróðleikur, ef ein-
hverjir gætu svarað því, hve verzlun íslands hefur gefið
mikið af sjer í þessum skilningi, og hve mikið af þeim
ágóða hefur lent í vasa landsmanna sjálfra. Mjer kem-
ur ekki til hugar að fara út í þá sálma; til þess skort-
ir mig allt, sem á þarf að halda. En jeg vildi óska, að
einhver væri fær um það og gerði það líka. Jeg skil
ekki í því, að mönnum yrði ekki að rumskast við tölur
þær, er þá kæmi í Ijós. Mönnum er kunnugt, að flest-
ir stærri kaupmenn, sem reka hjer verzlun, eru útlend-
ingar eða hafa aðsetur sitt og eignir erlendis. Og hvort
sem þeir eru útlendir eða innlendir, nota þeir útlendar
peningastofnanir eða peningamenn, enda er svo sem
engu til að tjalda enn þá í þessa átt hjer innanlands.
Ágóðinn af starfsfje verzlunarinnar hverfur því úr land-
inu að mestu eða öllu. Sama er að segja um ágóðann
af vöruflutningum landa á milli og með ströndum fram.
Flutningar þessir eru í liöndum útlendinga, enda er það
hvorttveggja, að vjer eigum eigi skip og kunnum lítt
til siglinga. Þá er hið þriðja, sem jeg kalla kaupskap-
inn. Arður af honum hefur að mestu lent í vasa er-
lendra kaupmanna; en einlægt fer það þó dálítið vax-
andi, sem lendir af honum í landinu sjálfu. Smákaup-
menn og borgarar, sem gera sig ásátta með að vera
hjer húsettir, eða hafa ekki á öðru ráð, fara smáfjölg-
andi. Svo eru og kaupfjelögin, sem bæði beinlínis og ó-
beinlínis hafa aukið verzlunarágóða landsins.
Það er vafalaust, að vextir af höfuðstóli hinnar ís-
lenzku verzlunar, bæði þeim, sem er í veltunni, og þeim
sem stendur fastur í verzlunarhúsum, áhöldum, árlegum
vöruforða og kaupstaðarskuldum Iandsmanna, nemur
stórfje. Þá eru og flutuingsgjöld fyrir aðfluttar og út-
fluttar vörur ekkert smáræði. Ætti að vera kleyft að