Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 57
53
fara nærri um, hverju þetta nemur árlega. En þó hygg
jeg að, ágóðinn af kaupskapnum sjálfum sje mestur af
þessu. — Á meðan hægt var að ná nákvæmum saman-
burði á vöruverði hjá kaupmönnum og vöruverði í kaup-
fjelagi Þingeyinga, nam hagnaðurinn á aðfl. vörum fje-
lagsins yfir 30 af hundraði. Árið 1886 var hann tæp-
lega svo mikill. En þá var kaupfjelagsskapurinn bú-
inn að verka til muna á verð hjá kaupmönnum, svo
vafalaust hafa þeir lagt talsvert minna á aðfluttar vör-
ur þá, en áður en kaupfjelögin komu á fót. Jeg álít
það nú hreinan ágóða kaupmanna, sem þeir fá meira
fyrir sínar vörur, en slikar vörur kosta í kaupfjelögun-
um. Það er engin ástæða til að kostnaður hjá þeim
við kaupskapinn sje meiri en hjá kaupfjelögum, sem eru
að byrja, hafa illa aðstöðu, óvana menn og eru öllu ó-
kunnug, sem að verzlun lýtur. í vöruverðinu hjá kaup-
fjelagi Þingeyinga var lagt á fyrir öllum sjálfsögðum
kostnaði utanlands og innan. Ef nú sama vöruverð
hefur átt sjer stað til jafnaðar lijá kaupmönnum annar-
staðar í landinu, eins og hjer, eða með öðrum orðum:
hafi kaupmenn lagt ríflega eins mikið á aðfluttar vörur
hvervetna á landinu áður eu kaupfjelögin komu á fót,
eins og kaupmenn á Ákureyri og Húsavík gjörðu 1886,
þá er ekki mjög fjarri sanni, að þeir liafl stungið fjórða
parti vöruverðsins í vasa1 sinn, sem hreinum ágóða, nema
eitthvað af því hafi gengið í óþarfan kostnað. Árin 1880
!) Eptir skýrslu í „Austra“ (1887 nr. 4.) nm vcrðlag á öllurn
helztu aðítuttum vörum hjá kaupmönnum fyrir austan, samanbornu
við vöruverð hjá pöntunaríjel. Fjötsdælinga, er verð kaupmanna
til jafnaðar fjórðaparti hærra, og segir )iö blaðið, að verð á vörum
í búðum hafi stórum lækkað það árið. — í Nýjum fjelagsritum (9.
árg.) er sagt frá kaupfjelagi, sem stofnað var í Rvík á sumardag-
inn fyrsta 1848. Útvegaði það fjelögum sínum vörur sem umboðs-
maður þcss keypti í Khöfn, og sendi með póstskipinu. Þrátt fyrir