Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 58
54
’81 og ’82 námu aðfluttar vörur til íslands 6 milljónum
króna árlega til jafnaðar og sjálfsagt hafa þær numið
heldur meiru en minna eptir útsöluverði. Fjórði part-
urinn af þessum 6 milljónum er hálfönnur milljón, og
er það girnileg upphæð fyrir fátæka þjóð. Ætti hún
hana í gulli, væri það nægur gullforði handa „lands-
banka“ með innlausnarskyldu, þótt hann gæfi út marg-
falda upphæð af seðlum við það, sem landsbankinn í
Rvík gjörir.
En hvað er meint, þá er menu tala um að leiða
verzlunina eða verzlunararðinn inn í landið? Á því er
nauðsyn að átta sig. Menn tala um „innlenda verzlun“,
um „færandi11 verzlun (gagnstæða „þiggjandi“) um „að-
alkaupstefnu“ fyrir innlendan varning í landinu sjálfu,
um „innlenda“ kaupmannastjett o. s. frv. — Jeg vil
nú sleppa öllum talsháttum í þessu efni, sem eru mis-
munandi skilningi undirorpnir. Jeg hygg, að verzlun-
ararður sá, er útlendir kaupmenn hafa öðlast með verzl-
un sinni hjer, færist inn í landið að sama skapi, sem
landsmenn sjálfir ná verzluninni úr höndum þeirra og í
sínar eigin, og sú er víst skoðun allra. Með öðrum
orðum: þá er sú atvinnugrein, verzlunin, innlend orðin.
En jeg hygg, að meira þurfi en þetta, til þess að hún
sje í eiginlegum skilningi innlend; hún þarf að verða
sannarlega þjóðleg. Hún þarf að vera sniðin eptir kröft-
um vorum og kröfum, eptir skynsamlegum lifnaðarhátt-
um vorum. Hún þarf að vera sannarleg lífœð allra
verklegra framfara vorra. Hún verður ekki allt í einu
færð í þetta Iag úr því ólagi sem er, heldur einungis
smátt og smátt. Hið auðveldasta, en um leið þýðingar-
gífnrlegt flutningsgjald hafði einn fjelagsm. i hag 35 af 100, en
suinir miuna, allt ofan að 20 af 100.