Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 60
B6
að líkindum lengi vel. Auk þess sem það er mjög lík-
legt, að fje vort ávaxtist miður í slíkum skipastól en t.
d. auknum landbúnaði, þá er vafalaust, að skipastóll
þessi yrði oss kostbærri og þyngri í vöfum en öðrum
þjóðum, og yrði þá skakkur skinnaleikur, er vjer færum
að keppa við aðrar þjóðir um vöruflutningana. Vjer
værum svo sem ekki bættir með dýrari flutningi á eigin
skipum. Það liggur líka í augum uppi, að oss liggur
nær að eiga skip til vöru- og mannflutninga með strönd-
um fram, og til fiskiveiða í kringum landið. Á meðan
vjer getum eigi flutt vörur á eigin skipum, ekki einu
sinni á eigin bátum(!) hafna á milli hjá oss, og meðan
íslenzkra fiskiskipa gætir mjög lítið meðal hinna út-
lendu við strendur landsins, meðan útlendingar taka
frá oss flskinn rjett í landsteinum vorum, er barnaskap -
ur, að keppa við þá um vöruflutninga hingað og hjeðan.
Vjer þurfum líka naumast að kvíða einokun og afar-
kostum í þeim sökum af hálfu annara þjóða, ef vjer
að öðru leyti erum ekki undirlægjur þeirra. Það er
öðru máli að gegna um sjómennskuna sjálfa; hún þyrfti
að verða stærri og göfugri atvinnugrein, en hún er nú.
Að stýra skipum landa á milli, þótt þau væri útlend
eign, myndi að stórum mun auka þrótt og menningu
landsmanna, og ekkert myndi fremur kippa þeim í kyn
göfugra forfeðra. En að byrja á því, að „eignast skip
þótt enginn kunni að sigla“, er vissulega öfugt.
Þessu næst er fjeð. Vjer íslendingar þurfum á
meira fje að halda til verzlunar en aðrar þjóðir, vjer
erum svo afskekktir og illa settir. Vjer þurfum meira
veltufje, því veltan er svo dræm og vjer þurfum meira
legufje: hús og áhöld verða oss tiltölulega dýrari; hjer
þurfa stærri hús íýrir minni verzlun, en þar sem velt-
an er greið, og vjer þurfum stærri vöruforða sökum