Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 62
68
hvort sem nokkur önnur breyting verður á verzluninni
eða eigi. Hætti nú verzlunin því, að eiga hjá lands-
mönnum þessar illræmdu kaupstaðarskuldir, og að hafa
á reiðum liöndum nægan vetrarforða, myndi hún spara
sjer ákaflega mikið fje og kostnað. Árið 1890 á Gránufjel.
um árslokin skuldir hjá landsmönnum kr. 151143,00
Yöruleifar útlendar................................— 161995,00
Samtals kr. 313138,001
Þetta er nærri helmingi meira en fjelagið er talið
að eiga skuldlaust, það stendur nærri heima við skuld
þess við stórkaupmann Holme, og það er þrefalt meira
en virðingarverð allra húseigna og verzlunaráhalda fje-
lagsins, að undanteknum skipunum. Ef því kaupstaðar-
skuldir hefðu ekki verið neinar og vöruleifar að eins
mjög Iitlar um árslokin, ekki meir en þriðjungur, hefði
Gránufjcl. ekki þurft á útlendu fje að halda nema part
úr árinu og yfir áramótin svo sem svaraði innlendum
vöruleifum þess, sem námu ásamt óseldum vörum í
Kaupmannah. 67,333 kr.
Þegar jeg virði fyrir mjer þetta um Gránufjel. fer
jeg að halda, að vjer getum — svo fátækir sem við
erum — dregizt nokkuð á götu í verzlunarlegu tilliti
með voru eigin fje. Ef landsmenn eru færir um að
*) í árslok 1883 átti Gránufjelagið útistandandi hjá landsraönn-
um bæði verzlunarskuldir og einstakra manna
skuldir................................ 240,000 kr.
Vöruleifar útlendar.................... 220,000 — 460,000 kr.
----íslenzkar og peninga....................... 44,000 —
Hús og áhöld til verzlunar, gufubræðslu,
niðursuðu o. s. frv................... 79,300 kr.
Skip.................................... 41,700 — 121,000 —
Samtals 625,000 kr.
Og pctta ár flutti fjelagið út vörur frá landinu meir en nokkru
sinni áður (fisk og lýsi), en pð var það ekki nema hjer um bil 7o