Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 65
61
hafa notað sjer lánstraust erlendis, og hefur landið þegar
grætt á því stórfje úr þvi ekki var um lánstraust innan-
lands að ræða.
En það er hægt að liugsa sjer tvenna aðferð við
það, að gjöra kaupskapinn að innlendum ábatavegi. Önnur
aðferðin er sú, að koma upp innlendri kaupmannastjott.
Það er þessi aðferð, sem vakað hefur fyrir flestum, sem
ritað hafa opinberlega eða rætt um innlenda verzlun
hjá oss, og tilraunir hafa gerðar verið af þjóð og þingi
í því skyni að gera kaupmannastjettina innlenda með
lagaákvæðum. Hin aðferðin er sú, að koma upp kaup-
fjelögum,1 er komi í stað kaupmanna. Þessi aðferð
hefur að likindum ekki marga áliangendur enn þá hjer á
landi, og ekki hefir húu svo jeg muni komið til orða í
opinberum ræðum nje ritum hjer. Þótt blöðin hafi
minnst á kaupfjelög hefur því ekki verið hreyft, að þau
kæmi í staðinn fyrir innlenda kaupmannastjett. Flestir
munu hafa skoðað þau eins hentug tii þess, að keppa
á móti kaupmönnum og koma þeim til að hafa hitann
í haldinu, einkum þar sem svo er háttað, að kaupmenu
koma því við að beita einokun.
Þessar tvær aðferðir þurfum vjer nú að skoða og
bera saman sem bezt má verða. Yjer þurfum gaum-
') J6n heitinn Sigurðsson mælir mjög fram með verzlunarfje-
lögum (sjá Ný fjelagsrit 29. árg. „Um verzlun og verzlunarsamtök“).
En fyrst og fremst eru pað nokkuð öðruvísi fjelög, sem hann á við,
en það sem vjer nú köllum kaupfjelög. Svo virðist og augnamið
hans hafa einkum verið það, að verzlunarfjelög væri til þess að
greiða innlcndri verzlunarstjett veginn og fá laudsmonn til að sjá
og meta þá kosti, sem innlend verzlun hefði fram yfir útlenda, svo
að þeir vildu leggja fram fje og sameina krapta sina til þess að
snúa verzluninni í það horfið. Itaunar telur hann upp ýmsa kosti,
sem fjelagsskapurinn hafi, en sem ekki fylgja innlendri kaupmanua-
stjett fremur en útlendri.