Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 66
gæfilega að atliuga það tvennt: liver þeirra sje fram-
kvæmilegri og hver farsælli í rauninni. Það mun nú
nálega hver einasti lesandi þessarar ritgjörðar eins fróður
um kaupmennskuna og jeg; en það má vel vera, að
nokkrir þeirra hafi lítið kynnt sjer kaupfjelagsskapiun
og þess vegna vil jeg skýra frá því lijer: Hvað er
kaupfjelag? — Auðvitað er jeg ófróður um flest önnur
kaupfjelög en kaupfjelag Þingeyinga og verð því að
miða sem mest við það, enda munu flest kaupfjelög hjer
á landi vera með sama tilgangi og liku fyrirkomulagi
og það. Hnýti jeg lijer aptan í ritgjörðina dálitlum þætti
um fyrirkomulag þess, lög og reglur. — Jeg vil samt
á þessum stað skýra frá tildrögum og tilgangi K. Þ.,
og nota jeg mjer til þess kafla úr ritgjörð eptir aðal-
stofnanda þess, Jakob Hálfdánarson á Húsavík, sem
hann ritaði í blað, er gengur hjer á milli fjelagsmanna.
Kafli þessi hljóðar svo:
„Jeg er og hefi verið heimamaður og bóndi1 í
Þingeyjarsýslu, eins og allir þeir, er jeg hyggst eiga
orðastað við. Jeg læt sem jeg hafl lifað lengi og átt
viðskipti við marga menn til þess að fullnægja heimilis-
þörfum mínum. Að því leyti sem jeg gat ekki fengið
þetta hjá grönnum mínum og landsmönnum, fór jeg
fyrrum með þarfir mínar uppskrifaðar til Húsavíkur
og keypti þar af fastakaupmanni nauðsynjar mínar.
Að vísu gat jeg eins farið til lausakaupmanna og jafn-
vel í annað kauptún (Akureyri) og liaft þar um fleiri
viðskiptamenn að velja. En það mun ekki hafa verið
fyr en fyrir 40—50 árum, að jeg tæki eptir því eðli
kaupskaparins, er samkeppni er kallað. Um þær mundir
fóru að vakna fjelagsskapar hugmyndir í ýmsu og
l) J. H. talar hjer í nafni gamals bónda í Þingeyjarsýslu, sem
tekið hefur þátt i verzlunarhreyfingum hjer um 40—50 ár.