Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 67
63
einnig í kaupskapnum1. Yjer flokkuðum oss saman og
gjörðum af oss nokkrum til samans svo sem einn vel-
fjáðan viðskiptamann, er kaupmanninum þætti slægur
í, og þætti tilvinnandi að selja með lítið eitt vægara
verði, eða borga oss betur vorar vörur, heldur en missa
af viðskiptum vorum. Þessi smáíjelög voru hið fyrsta
spor út úr vanagötu einstaklinganna til Húsavíkur, og
þau hreyfðu sig um nálega 20 ár, að því er jeg man
bezt. Þá kom Gránufjelagið og breytti viðleitni vorri
i annað horf, enda sá skjótt á, að það verkaði fyrir eðli
samkeppninnar á verðlag margrar vöru oss til hagn-
aðar. — Bn er Gránufjelagið hafði lifað hjerumbil 10 ár,
var það ekki fyrir mínum augum aðgreinanlegt frá
öðrum kaupmönnum. Pór jeg nú sem áður vanagötuna
til Húsavíkur með klyfjahesta mína, með uppskrifaðan
lista yfir þarflrnar og fjekk þeim fullnægt eptir kringum-
stæðum hjá kaupmanninum". — — —-------------------------
---------„Þegar gufuskipaferðir voru nú komnar með
ströndum fram og landa í milli og vjer búnir að opna
augun fyrir því, að gott væri fyrir búhag vorn, að ná
heimilisþörfum vorum lengra að en frá Húsavík, þá sá-
um vjer, að þetta gat látið sig gjöra með því móti, að
nú væri aptur farið alvarlega að hópa sig. — Og loks-
ins var það þá nokkru eptir árið mikla (1874), að apt-
ur fóru að sjást skýjaskil, það fór að sjást til vegar
í kaupskap lengra en til Húsavíkur, þótt eigi yrði
lengra farið með klyfjahesta, nje heimamenn lengra sendir.
Vjer sameinuðum þá vora vanalegu úttektar-lista, sendum
þá og optast peninga með, fyrst til Reykjavíkur og
litlu síðar til útlanda, ljetum menn, er vjer treystum
kaupa vörurnar, búa þær niður og sjá um flutning á
0 Sjá, Ný fjelagsrit 7. árg. bls. 167—177.