Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 70
66
gangi sínum, því síður að það sje nokkur fyrirmynd.
Þegar fjelagið var stofnað (1881) og nokkuð fram eptir,
höfðu fjelagsmenn ekki áttað sig eins vel og skyldi á
þýðingu þess og tilgangi. Menn skoðuðu það sem bráða-
byrgða tilraun, einkanlega til þess að láta kaupmenn
hafa hitann í haldinu. Þess vegna var eigi í tíma reynt
að koma þeim fótum undir fjelagið, sem vera þurfti og
svo að það stæðist misfellur þær, sem komið hafa fyrir
í verzlun og árferði. Eins og kunnugt er, hafa eigi á
þessum mannsaldri komið önnur eins áföll fyrir í verzl-
unarlegu tllliti eins og einmitt þennan áratug síðan
K. Þ. var stofnað (1885 og 1892), og hefur harðæri
verið því samferða. Þetta og fleira er þess valdandi,
að fjelagið er fjarri því, að ná tilgangi sínum ísumum
greinum.
En þrátt fyrir þetta liefur fjelaginu tekizt að vinna
mikið gagn, jafnvel ómetanlegt gagn, þegar á allt er
litið. Og ef mönnum tekst að ná sjer aptur eptir áfóll
umliðins tíma, þá blasa nú við miklu meiri mögulegleik-
ar, en nokkru sinni áður, til að lagfæra fjelagið og
koma því á traustan fót. Það er ekki hinu ytra
fyrirkomulagi fjelagsins að kenna, að það hefur ekki
náð tilgangi sínum, heldur liinu, að menn hafa eigi haft
nægilegt harðfylgi til, að hlýta hinu setta fyrirkomulagi
í gegnum þykkt og þunnt.
Það, sem einkum er sameiginlegt með íslenzkum
kaupfjelögum og samskonar fjelögum erlendis, er, að
losast við óþarfa milliliði í verzluninni og að efla sjálf-
stæði manna (fjelagsmanna) og sjálfræði í verzlunar-
efnum, með því að láta hvern einstakling liafa tiltölu-
lega hönd í bagga að því er verzluna snertir. íslenzk
og dönsk kaupfjelög nema burtu faktorana. Sama
er að segja um slík fjelög í Ameríku og á Eng-