Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 74
70
verða framkvæmanleg, auk þess sem hún sparar vexti
af veltufje.1
Að síðustu vil jeg nefna eitt af því marga, sem
kaupfjelög vor standa á baki hinum erlendu. Flest
þeirra ieggja fram eitthvert fje árlega til menningar fje-
lagsmönnum í andlegum efnum, svo sem til bókasafna,
skóla o. s. frv. — Það er nú hvorttveggja, að vjer höfum
við meinbugi að stríða í þeim efnum, umfram aðra,
enda hefur ekkert íslenzkt kaupfjelag tekið sjer þess
konar fyrir hendur, svo jeg viti, enn þá. En alls ekki
finnst mjer ókleyft, að hvert kaupfjelag kæmi upp dálitlu
bókasafni til afnota fyrir fjelagsmenn, að minnsta kosti
safni af þeim bókum og blöðum, sem eru til fróðleiks
og upplýsingar um verzlun og kaupfjelagsskap. Þá
væri og engin fjarstæða að hugsa sjer, að öll kaupfjelög
á íslandi legðu saman og gæfu út dálítið blað eða tíma-
rit, er hefði það fyrir augnamið, að fræða alla kaup-
fjelagsmenn og aðra lesendur í verzlunarefnum.
Þrátt fyrir það, þótt kaupfjelög vor standi í flestu
*) í hinni svokölluðu „söludeild" Kaupíjelags Þingeyinga er hin
sama regla og hjá dönsku kaupfjelögunum, að selja einungis gegn
borgun út í hönd, og jafnframt að taka eigi horgunina í vörum.
En nú höfðu fjelagsmenn eigi annað en vörur að kaupa fyrir, og
leggja peir pær vörur inn í fjelagið á sama hátt og hinar, sem þeir
hafa pantað á móti. En um leið og þeir leggja þær inn, lætur fje-
lagBStjórnin gefa þeim skýrteini cða víxil á fjelagið fyrir væntan-
legri verðupphæð þess, er inn var lagt, og fyrir þessa seðla kaupa
þeir í söludeildinni. Yörurnar eru seldar á þeirra ábyrgð og síðan
færðar þeim til innleggs með „notto“-verði þeirra, og borgunarskýr-
teinin til útgjalda. Ef nú peningar væru hafðir, þá raundi fjo-
lagBBtjórnin láta áætlað verð varauna í peningum til fjelagsmanna,
fjelagsmenn kaupa fyrir þá í söludeildinni og söludeildin skila þeim
aptur til fjelagsstjórnarinnar. Kæmi þetta alveg í sama stað niður
að öðru en því, að talsverð peningaupphæð stæði i þessu hringsóli
innanfjelags, og er það undir eins kostnaður.