Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 75
71
á baki erlendum kaupfjelögum, bæði fyrir staðlegar
kringumstæður, sem lítið verður bætt úr, og fyrir fátækt
vora og vanþekkingu, sem seinlegt er að ráða bætur á,
þá er þó vissulega fólginn í þeim sá vísir, sem getur
þroskast til fullkomnunar, ef að honum er hlúð. Skal
jeg leyfa mjer að skýra frá hinum helztu skilyrðum, er
jeg hygg að kaupfjelögin þurfi að ná, til þess að kom-
ast á öruggan rekspöl til þroska og fullkomnunar.
1. Menn þurfa að hafa nægilegan fjelagsanda og
framsýni til þess, að meta engu minna gagn fjelagsins,
er til frambúðar horfir, en stundarhagnað einstaklings-
ins. Það eru allt of margir, sem hlaupa í kaupfjelögin
þá er þeim mislíkar við kaupmanninn, sumir kannske
með sviknar skuldbindingar á baki. Svo eru þeir í fje-
laginu 1 eða 2 ár og hlaupa síðan til kaupmanns jafn-
skjótt og þeim virðist þeir hafa meira upp úr því, eða
þeim leiðist fjelagsskapurinn. Þessir hlaupagosar ætla
sjer auðvitað að sitja við þann eldinn, sem bezt brennur.
Um almenut gagn — málefni — framtíð vita þeir lítið og
skeyta því síður; það er stundarhagurinn, ímyndaður
eða verulegur, sem þeir eru að elta, og vanalega bregzt
þeim bogalistin þannig, að þeir skaða sjálfa sig bæði í
bráð og lengd, en skilja þar á ofan eptir vantraust og
fyrirlitningu bæði hjá kaupfjelögunum og kaupmönnum,
eins og verðugt er. Til eru þeir menn, sem vilja knýja
kaupfjelögin til samkeppni við kaupmenn. Þeir gera
sig fala, eru fáaulegir til að fara í fjelagið með þeim
og þeim kjörum og skilyrðum, rjett eins og þegar þeir
eru að dorga við „spekúlanta11. Alla þessa menn ættu
fjelögin að varast, og þar sem þeirra hugsunarháttur og
tillineigingar er efst á baugi, eiga kaupfjelög eins og
önuur fjelög við hina verstu örðugleika að striða.
2. Kaupfjelögin byggjast að miklu leyti á orðheidni,