Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 76
72
drengskap og tiltrú innbyrðis. Flestar skuldbindingar
eru munnlegar, hvort heldur sem eru um vöruvöndun,
framlög og greiðslur, eða annað. Lagatryggingar eru
stirðar í framkvæmd og sjaldan einhlítar, og það kaup-
lag er á hanganda hári, þar sem óbrðheldni er ekki í
mikilli fyrirlitningu. Orðheldnin ein veitir og þá tiltrú,
sem er óhjákvæmileg fyrir fjelagið, bæði innbyrðis á
milli fjelagsmanna og í viðskiptum þess út á við. Þessi
skilyrði eru heldur enginn ókostur á kaupfjelagsskapn-
um; því einmitt fyrir þá sök, að hann verður að byggj-
ast á þeim, hlýtur hann að auka og efla þessar dyggð-
ir. Samkvæmt náttúrulögmáli allra hluta, sem lífsmagn
hafa, hlýtur hann að tryggja sjer sín lífsskilyrði.
3. Kaupfjelögin þurfa að liafa svo frjálslegt fyrir-
komulag, að hver einstakur fjelagsmaður eigi sem hæg-
ast með, að hafa tiltöluleg álirif á stjórn og framkvæmd-
ir þess. Þessum rjetti þarf og að fylgja tiltöluleg á-
byrgð, er hvílir á öllum fjelagsmönnum. Lög og reglur
þurfa að vera afmörkuð og ótvíræð, og það eitt fyrir-
skipað, sem fylgt er í framkvæmdinni. Stjórnendur og
og starfsmenn þurfa að hafa afmarkað verksvið, nægi-
lega rúmt til nauðsynlegra athafna og hæfilega tak-
markað, til þess að fyrirbyggja gjörræði. Fjelögin verða
að tíma að launa þeim starfsmönnum sínum, sem leggja
sig fram og hugsa um þrifnað þeirra með kostgæfni,
svo vel, að þeir geti sjer að skaðlausu haldið störfum
sínum áfram. Umboðsstörf fyrir fjelögin ættu að vera
í höndum islenzkra manna, sem til þess væru færir. Jeg
segi það alls ekki fyrir þá sök, að útlepdir menn sjeu
nokkra ögn tortryggilegri í mínum augum en innlendir
til jafnaðar, heldur vegna hins, að sá maður, sem lijer
er upp alinn, hefur að öðru jöfnu, nákvæmari þekkingu
á því, sem á við smekk vorn og þarfir.