Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 78
74
á ýmaa annmarka, sem þessari aðferð fylgja, en þó mun
mega setja tryggingar gegn hinum lökustu þeirra. b.
sparisjóðsinnlög; það er að segja: kaupfjelagið sje um leið
sparisjóður. Sá annmarki fyigir því, að fje það er nokk-
uð valt, ef það er eingöngu; því í vondu árferði gengur
vanalega fje mjög til þurðar í sparisjóðum, en þá er
bagalegast fyrir kaupfjelög að missa það. c. árlegt gjald
á vörum fjelagsins, er renni í varasjóð, og fjelagsmenn
eiga sameiginlega. Á því er sá galli, að það kemur
helzt til seint að fullum notum, því gjald þetta má ekki
vera mjög hátt. d. Sú aðferð er höfð i hinum íslenzku
kaupfjelögum, að hver fjelagsmaður pantar fyrirfram
þær vörur, sem hann vill fá, og fjelagið kaupir þær
fyrir hann á hans ábyrgð. Er hann skyldur til, að taka
vörurnar og borga, þótt honum í millitíð dytti í hug,
að hætta við þessi vörukaup. Þótt þessi aðferð sje ekki
i þeim kaupfjelögum erlendis, sem jeg hefi haft spurnir
af, hygg jeg að hún sje svo haganleg og tryggileg ept-
ir kringumstæðnm hjer, að hún hljóti að vera til fram-
búðar. Nú þótt kaupfjelagið útvegi vörurnar fyrir fje-
lagsmanninn, eptir beiðni hans fyrir fram, er ekki þar
með sagfc, að það leggi fram peningana fyrir hann. Það
getur gjört hvort sem vera vill, gjört honum að skyldu
að leggja fram vöruverðið fyrir fram, eða lagt það fram
(lánað honum það) sjálft í bráðina. í fyrri aðferðinni
þarf fjelagið sjálft ekkert veltufje, og ef hún væri höfð
við hvern mann í öllum fjelögunum, þyrftu þau sem slík
svo sem ekkert starfsfje, því hver fjelagsmaður legði
það til fyrir sig. — En þessi aðferð er nú naumast hag-
anleg og því síður framkvæmanleg, og þess vegna hefur
hún ekki verið liöfð, og hefi jeg að framan bent á rök
fyrir því. En það er á hinn bóginn engin fjarstæða að
ætlast til, að sjerhvor pantandi geti lagt til fyrir fram