Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 79
75
eiwhvern hluta af því verði, sem hann pantar fyrir. Til
þess þarf hann einungis að eiga óeyddan dálítinn skerf
af vöruverði sínu frá umliðuu ári, annaðhvort í vörzlum
fjelagsins eður á annan hátt. Þetta er fjórða aðferðin
sem jeg bendi á. Mun það þykja annmarki á henni, að
valt sje á slíkt fje að ætla. En sje kaupfjelag byrjað
með þeirri ákvörðun, að hver fjelagsmaður (pantandi)
leggi fram t. d. */8 fyrir fram af verði þeirra vara, er
liann pantar, gengur hann auðvitað ekki í fjelagið nema
liann sjái sjer það fært.
Mjer eru nú næstar skapi þrjár hinar síðari aðferð-
ir, og álít hyggilegast, að viðhafa þær allar. En jeg get
ekki búizt við, að þær komi að fullu haldi þegar í stað
og sje heldur ekki, að liófleg láutaka sje svo torveld og
vandkvæðamikil, að hún þurfl beinlínis að standa stofn-
un kaupfjelagsins þvert í vegi.
6. Kaupfjelögin þurfa hentuga lánsstofnun, er láni
þeim veltufje, að þvi leyti sem þeirra eigið fje nægir
ekki, og til þess að geyma og ávaxta fje þeirra, þá er
ekki er þörf á því að halda, en það getur hjá ýmsum fje-
lögum orðið meiri hluti vetrarins, því vetrarflutningarn-
ir til landsins eru allt of hættulegir víða hvar. Þessi
peningastofnun þarf nauðsynlega að vera í landinu sjálfu,
en liafa þau sambönd við banka í Englandi, í Danmörku
og ef til vill víðar, að nægar ávísanir gangi á milli.
Auðvitað þarf landsbankinn í Reykjavik að taka stór-
um stakkaskiptum, ef innlend verzlun á að hafa nokkurt
verulegt gagn af honum. En það er líka vonandi, að
liann gjöri það, þá er sá maður tekur við stjórn hans, er
manna mest hefur barist fyrir innlendri verzlun. Enda
mætti telja það með eins dæmum, ef „landslanlci11 styddi
eigi verzlun „landsinsu.
7. Flest eða öll kaupfjelög landsins ættu að ganga