Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 83
79
fiskiveiðar og siglingar væri í þeim blóma, er sarasvaraði
landinu í samanburði við önnur lönd (t. d. Noreg) og ef
landsmenn væri að sama skapi fleiri, þá er ekki ólík-
legt, að verzlunarstjettinni yrði þvingunarlaust, að hafa
hjer búsetu að lögum, og að verða í sannleika innlend
og þjóðleg stjett. En þótt menn gjöri sjer misjafnlega
glæsilegar vonir um þessi gæði, þá ber öllum saman
um, að þau eiga langt í land, að minnsta kosti sum, og
að það má alls ekki standa í stafni með verzlunina
þangað til.
Þótt nú kaupfjelögin þurfi margs hins sama við og
innlend verzlunarstjett, þá eru sum meginskilyrði þeirra
all ólík og landsmönnum miklu meira í sjálfsvald sett.
Fátæktin er þeim til tálmunar, en alls ekki að sama
skapi og innlendum kaupmönnum. Fyrst og fremst
þurfa þau minna starfsfje, því verzlunaraðferð þeirra er
kostnaðarminni og óbrotnari. Verzlunarskuldir eiga
ekki að vera og vörubyrgðir þeirra ganga tafarlaust til
fjelagsmanna gegn fullri borgun um sömu mundir. í
öðru lagi leggja fjelagsmenn þetta starfsfje til að nokkru
leyti og þeir standa í sameiginl. ábyrgð fyrir því láns-
fje, sem fengið er. Er auðsætt, að menn í heilu fjelagi
hafa meira bolmagn, en kaupmaður með álíka verzlun-
arumsetningu. í þriðja lagi er þýðingarlaust fyrir er-
lendan kaupmann að þreyta samkeppni við kaupfjelag,
sem komið er á fastan fót, svo framarlega sem fjelags-
menn vilja sýna samheldni og staðfestu. Og hugsi mað-
ur sjer alla þjóðina sem kaupíjelag, þá blasir við, að
allt bolmagn hennar kemur fram í kaupfjelagsskapnum.
Þar er því margföldu afli til að dreifa, á móts við það,
sem fámenn stjett hefur, þótt sú stjett sje tiltölulega vel
efnuð og mannval gott. — Auðvitað þurfa kaupfjelögin
starfsmenn erlendis, þau þurfa umboðsmenn og erinds-