Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 84
80
reka, sem mestmegnis verða að hafa bólfestu í útlönd-
um, t. d. eins og kaupmenn nú. En bæði er það, að
þessir menn mega vera langtum færri, en kaupmenn
eru, og svo haf'a þeir einungis fastákveðin laun fyrir
störf sín. Eiginlegum verzlunarágóða geta þeir því
ekki eytt í útlöndum.
Af framansögðum ástæðum hygg jeg að ljóst sje,
að einn af kostum kaupljelagsskaparins er sá, að hann
er auðveldari fyrir oss en kaupmennskan; að oss er
meira í sjálfsvald sett að koma honum á, en innlendri
kaupmannastjett.
2. Vjer íslendingar erum líklega fátækasta þjóð í
heimi, sem reynir til að heita sjorstök þjóð, og vjer er-
um á eptir öðrum menntuðum þjóðum í flestu, að minnsta
kosti í allri atvinnu. Það er nú vor framtíðar von, að
fyrir oss liggi að auðgast og draga uppá aðrar þjóðir
í sumum greinum, þ. e. að segja: nálgast þær í, að afla
oss fullnæginga og farsældar. En vjer verðum að gæta
þess, að lífsmagn þjóðar vorrar er ekki vaxið því, að
elta aðrar þjóðir í öllu, fara slóð þeirra alla frá því
þær stóðu í sömu framfara og þjóðmeuningar sporum og
vjer stöndum nú. Vjer verðum að nota oss þau hlynn-
indi, sem það þó hefur, að vera aptastir í lestinni. Vjer
verðum að taka af oss ýmsar lykkjur á slóð framfara-
þjóðanna, og nota sem hyggilegast reynzlu þeirra. Gönu-
hlaup framfaraþjóðanna eiga sjer stað í flestum grein-
um, og eigi öll sömu gönuldaupin fyrir oss að liggja,
er auðsætt, að vjer drögumst æ meir og meir aptur úr
í sönnum framförum. Hinn eini náttúrlegi mögulegleiki
til að fylgjast með öðrum í verulegum framförum, sem
vjer höfurn til að hugga oss við, er sá, að geta farið
beinna, geta varast ófarir annara.
Eitt hið versta gönuldaup þjóðanna er misskipting