Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 86
82
nokkuð af aukinni framleiðslu. Lífsþægindi þeirra, sem
ekki líða skort, hafa fjölgað ákaflega og til þess gengur
of fjár fram yfir það sem var. Afgangurinn fer í eyðslu
og munað. Þeir, sem auðurinn hleðst utan um, hætta
að framleiða nokkuð, af því þeir hafa nóg efni til að
leysa sig undan baráttunni fyrir lífinu. Hinir, sem fara
auðsins á mis, hljóta því að framleiða þeim mun meira.
Þeir, sem lausir eru við þá kvöð, að vinna fyrir lífi sínu,
eyða að jafnaði miklu meira en hinir, þeir gjöra iðju-
leysið og eyðslusemina glæsilega og öfundsverða í aug-
um fjöldans, og beina þannig huga manna frá vinnunni,
sem er hin sanna uppspretta líkamlegrar farsældar.
Yerzlunin hefur nú frá alda öðli verið arðsöm at-
vinnugrein. Hún hefur mjög auðgað eiustaka meun og
einstaka stjett. Hún hefur fyllilega staðið öðrum „fram-
förum“ jafnfætis í gönulilaupunum. Yerzlunarstjettin
hefur ef til vill átt flesta auðkýfinga allra stjetta; þess-
ir auðkýfingar liafa náð valdi miklu, og vald þeirra hef-
ur sízt gefizt betur en annað auðsvald, livorki í efna-
legu nje siðferðislegu tilliti.
Það munu nú margir hafa þá skoðun, að hjer á
íslandi þurfi eigi að fást um misskiptingu auðs nje kvíða
auðsvaldi. Liklegt er og, að seint rísi hjer upp stórir
auðkýfingar, eptir mælikvarða aunara þjóða. En þótt vjer
enga stóra auðmenn eigum, höfum vjer þó nægar sönnur
á því, að væri vorum litlu efnum jafnar skipt með mönn-
um, stæðum vjer þó hóti framar í velgengni og menn-
ingu. Þetta sjest bezt á því, að í hjeruðum þeim, sem
bezt eru á sig komin í þessu tilliti, er einmitt fæst af
þeim mönnum, sem ríkir eru kallaðir. En þar, sem bar-
lómur og liallærisjarmur gengur mestur í vondum árum,
þar eru einmitt helztu auðmenn landsins.
Jeg sje því enga tryggingu gegn því, að öflug inn-