Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 87
88
lend verzlunarstjett geti náð auðsvaldi, sem skaðar þjóð-
ina meir en það bætir. Eins og jeg þykist hafa leitt
rök að áður, stendur ekki innlend verzlunarstjett á eðli-
legum og traustum fótum, nema hún þoli samkeppni við
erleuda kaupmenn, og þegar hún er þess umkomin, er
hún vafalaust lang auðugasta stjett landsins. En það
getur hún ekki orðið nema því að eins, að hún dragi
með öllu móti vald og auð verzlunarinnar undir sig.
Þótt þjóðin sje þá sterkari og efnaðri í heild sinni, eru
landsmenn, að undanteknum þessum fámenna flokki, litlu
betur farnir, og njóta á mjög óbeinan hátt verzlunar-
arðsins.
Verzlunararðurinn, þetta sárþráða lífsafl, er þá í
fárra manna höndum. En auður í fárra manna höndum
er eins og vatn í djúpum farvegum. Jarðvegurinn í
kring getur verið og er opt gróðurlaus fyrir því. Þessir
farvegar grafa sig æ dýpra og dýpra, og svo getur far-
ið, að þeir bylti niður jarðveginum á báða bóga.
En hvernig fer um verzlunararðinn, ef kaupíjelög-
in leiða hann inn í landið? — Þá getur hver sem vill
og á verzlun þarf að halda fengið sinn skerf af honum,
þá kemst hann inn á heimili hvers einasta fjelagsmanns;
hann minnkar skort og skuldabasl og hefur úr niður-
læging, liann vekur upp til sjálfstæðis og sjálfsmeðvit-
undar; liann knýr til framsýni og lokkar og leiðir til
fjelagsskapar. Hann er fyrir þjóðina eins og frjósöm
dögg eða seitlveita um skrælnað tún eða engi.
Jeg tel það því einn af yfirburðum kaupfjelags-
skaparins, að hann jafnar auðsæld manna og gjörir sem
flesta aðnjótandi verzlunararðsins. En jafnframt hefur
hann almenning til meira sjálfsforræðis, íyrst og fremst
með því, að gera einstaklinginn efnaðri og óháðari öðr-
um, og þar næst með því, að gjöra hann hluttakanda og
6*
L