Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 89
85
Q-róði kaupmanna á því, að selja villimönnum brennivín
og tóbak, er heimsfrægur, einkanlega þó fyrir þá sök,
að allt það böl, sem þessi verzlun gjörir, fellur nokkurn-
veginn í faðma, eða jafnvel rúmlega það, við gagn-
semi þá, sem kristniboðið gjörir þeini, að dómi vit-
urra manna. Og eitthvað í þessa áttina verður að lík-
indum samanburður á áhrifum vínsölunnar i heild sinni
hjá hinum siðuðu þjóðum, og áhrifum kirkju og skóla.
Auðvitað selur naumast nokkur maður vín í hreint
og beint illum tilgangi, og fáir munu líta svo á, að þeir
gjöri öðrum sannarlegt gagn með því lieldur. En með
þessu er um leið fullsannað, að það eru einmitt eigin
hagsmunir þeirra, semselja vín og annað skaðvæni, sem
ráða þeirri verzlun án tillits til afleiðinganna. En komi
kaupfjelag í stað kaupmanns er þessu á annan veg
varið; þá er litið á afleiðingarnar og allir spurðir til
ráða, sem afleiðingarnar koma niður á. Þar fer hagn-
aður fjelagsins og fjelagsmannsins (seljanda og kaupanda)
algjörlega saman. Það, sem skaðar fjelagsmanninn, skað-
ar um leið fjelagið. Ef brennivín gjörir fjelagsmönnum
ógagn til muna í siðferðislegu og efnalegu tilliti, þá
rýrir það um leið krapta fjelagsins. Ef kaupmaður
missir niður brennivínið sitt, bakar það honum sjálfum
mikið tjón. En gjöri maður ráð fyrir, að vín sje gagns-
laust til jafnaðar, þá er þetta tjón kaupmannsins jafnmik-
ill gróði fyrir hina, er hefðu keypt það. Ef þar á móti
kaupfjelag útvegar brennivín, kemur það því ísamastað
niður, hvort vínið fer niður, eða fjelagsmenn eyða því.
Þótt jeg hafi nú að eins tekið brennivín til dæmis, vona
jeg að menn aðgæti, að hið sama má heimfæra til allra
þeirra vara, sem eru gagnslaus eða skaðleg eyðsla. Með
þessu er heldur ekki sagt, að kaupfjelag geti ekki út-
vegað og útvegi alls eigi vörur, sem eru gagnslaus eða