Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 90
86
skaðleg eyðsla. í því tilliti tekur ekkert frjálslegt fje-
lag fram fyrir hendur fjelagsmanna sinna. En af því
framkvæmdin verður jafnan í liöudum hiuna skynsamari
manna, afþví ábyrgðin af þeirri framkvæmd er allþung
á þeim, sem bera hana mest, og af því að fjelagsmenn
ráða ráðum sínum í fjelagsskap og á þeim stundum, sem
smásmuglegar freistingar og fýsnir hafa minna vald yfir
þeim, þá er mikil trygging fyrir því, að allt, sem skað-
ar fjelagsmenn, svo óþarfa kaup sem annað verði eptir
megni hindrað af hverju kaupfjelagi. Og full vissa er
fengin fyrir því, að ekkert kaupfjelag tranar slíkum vör-
um fram.
Hinn málshátturinn: „Eins dauði er annars líf“
sannast aptur á móti þar, sem kaupmenn standa and-
spænis hver öðrum sem keppinautar. Jeg þarf engum
að útskýra þann hagnað, sem kaupmaður hefur af því,
ef keppinautur hans verður undir, eða dettur úr sög-
unni. En einnig í þessu er kaupfjelögunum ólíkt liáttað.
Milli þeirra er alveg óhugsandi, að verzlunarkeppni í
eiginlegum skilningi eigi sjer stað og hagsmunir þeirra
eru mjög nátengdir. Ef eitthvert kaupfjelag veltur um
koll, þá hafa hin kaupfjelögin ekkert gott af því, held-
ur einungis óánægju og skaða. Samkeppni er hvorki
tilgangur nje eðli kaupfjelaga, lieldur er tilgangur
þeirra og eðli: samvinna allra, eindrægni og skipu-
lag. En samkeppnin í verzluninni er eiginlega ekki
annað en skipulagslaust (íhlutunarlaust) kapphlaup um
bráð. Þess vegna er henni vikið úr sessi þar sem skipu-
lag kemst á, allir eru í makindum samferða og enginn
hefur ógagn, heldur einmitt gagn, af samfylgd hins.
I því tvennu, sem jeq hefi nú í þessuni lcafla lorið
saman hjá kaupfjelagsshapnum og lcaupmennskunni, liygg
jeg sje folginn aðalmunurinn á eðli þeirra og þýðingu.