Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 93
89
ef gjörðar eru kröfur til þeirra sem þjóðnýtra manna,
og kostgæfni þeirra og hagsýni er ekki sjerlega eptir-
tektaverð. Því til sönuunar mætti færa það, að fæstir
þeirra stunda verzlun við þær þjóðir, sem oss er mest-
ur hagnaður að skipta við, bæði sökum afstöðu og ann-
ara kringumstæðna (t. d. Breta), og að það eru einmitt
ekki kaupmenn eða verzlunarfróðir menn, sem hafa beint
verzlun landsins í hagkvæmari og eðlilegri átt bæði í
þessu og fleiru. Það voru ekki kaupmenn vorir, sem
hófu viðskiptin við Breta nje hvöttu til þeirra, og ekki
eru það kaupmenn, sem einkanlega lialda þessum við-
skiptum við. Ekki voru það kaupmenn, sem komu til
Ieiðar gufuskipaferðum til landsins og meðfram strönd-
um þess. — Nei, þeir hafa, eins trúlega og nokkur
sauðsvartur almúgamaður gat gjört, haldið sig við gömlu
slóðina, þessa sögulegu, þessa blóðugu einokunarslóð —
til Danmerkur, til hins sanna föðurlands, og það á sömu
fleytunum. — Það er eins og það ætli að sannast æði
lengi um verzlunarstjett þá, sem hjer hefur verzlun á
hendi, sem Jón Sigurðsson sagði fyrir 50 árum (Ný fje-
lagsrit, 3. árg., bls. 37.): „að verzlunarstjettin hefur ekki
öllu betra skyn á, hvað landinu er fyrir beztu í verzl-
unarefuum, en aðrir menn“.
Ef öll verzlun iandsins væri í höndum kaupfjelaga,
og ef kaupfjelögin væru öll í sambandi, þá væri það
ekki sjerlega margir mcnu, sem þyrftu til hinna
vandasömustu starfa, og langtum færri, en kaupmenn
eru. Þess vegna ætti að vera minni örðugleikar á því,
að þessir menn væru hæfir til starfs síns að náttúru-
fari og menntun. Og til þess að láta eigin hagsvon
knýja þá til dugnaðar og kostgæfni, má benda á ofur
einföld ráð.
4. „Það er lakur kaupmaður, sem lastar sína vöru“,
L.