Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 94
90
segir gamalt máltæki. Með öðrum orðum: enginn kaup-
maður er svo heimskur, að segja satt frá vöru sinni, ef
það verður henni til niðrunar. Þetta kemur nú fram
nálega í öllum viðskiptum, og þetta nota allir og vita
allir, nema börn og fáráðlingar. En þetta bendir á inn-
gróinn siðferðislegan sljóleik hjá öilum þorra manna.
Það varðar við lög, ef einhver í opinberri ræðu
eða riti kallar annan lygara. En að ljúga í kaupskap
þykir enginn ósómi; það er eins og að þá brjóti nauð-
syn lög. Sá, sem vill og þarf að koma út hesti, er svo
sem ráðalaus, nema hann telji upp kosti hans og Iáti
ókostanna ógetið, og ef á liggur, þá er hann ekki lakari
maður fyrir það, þótt hann segi hestinn tveim vetr-
um yngri en liann er, slíkt hefur svo margur góður
maður gjört fyrri. Sama á sjer stað um kaupmennina,
og þó miklu meira, þar sem sala er þeirra einka-atvinna.
Að gorta af vörum sínum er líka hinn mesti gróðaveg-
ur; það sýna meðal annars blaða-auglýsingar, sem nú
eru að færast lijer í móð. Allir keppast um hin stærstu
hólsyrði og hið feitasta letur. Það þykir ekki nóg,
að segja, að varan sje af fyrstu teguud, af því hefðin
er komin á, að ljúga því upp á flestar vörur, að þær
sjeu „prima“. Þess vegna eru auglýstar „extra prima“
vörur, og hver veit, hvað margar tröppur ofan við það,
sem bezt getur verið. Sú bót er nú auðvitað í máli, að
flestir hafa áttað sig svo á þessu, að þeir trúa ekki
öllu skrumi og skjalli kaupmanna um vörur sínar,
en reynslan sýnir þó, að skrumið er gróðavegur, því
annars væri ekki kostað offjár til, að láta það blasa
við augum sem flestra með táknum og stórmerkjum.
Þess vegna kaupum vjer íslendingar meira af Brama-
lífs elixír en nokkru öðru m galyfi jafngóðu, þótt hann
sje mikið dýrari.