Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 95
91
Af því nú, að margir góðir menn taka þátt í þvi,
að Ijúga í kaupskap, þá finnst sú lygi ekki nema lítil-
fjörlegur mannlegur breyskleiki, eða jafnvel öllu fremur
nokkurs konar ill nauðsyn, sem liver maður verður að
hagnýta sjer. Það er alveg eins og um tíundarsvikin
alkunnu. Hjer er því ein af hinum siðferðislegu undan-
þágum, sem almenningsálitið hefur veitt fyrir langsama
hefð og vana. En á þessu grundvallast öll vörusvik;
í skjóli þessa hugsunarháttar kvikna þau og alast upp.
Og samkeppnin blæs að kolunum; hver keppist við ann-
an, að ná sem beztri aðstöðu, ef ekki með góðu og
gagnlegu, þá með illu og skaðsamlegu móti. Samkeppn-
in knýr jöfnum höndum, og engu síður til þess, að dylja
ókosti vörunnar, en að auka hennar sönnu kosti. Vjer
íslendingar höfum dæmi deginum Ijósari um þetta. Eptir
því sem snefjarnar af einkaverzluninni alræmdu minnka
og samkeppnin fer vaxandi, að sama skapi fer hirðu-
leysi landsmanna vaxandi í allri vöruvöndun, og kaup-
manna í því, að taka sviknar og óvandaðar vörur án
umvöndunar, eða án þess að gjöra hæfilegan verðmun
eptir gæðum. Þar, sem samkeppni liefur verið mest, þar
liefur vöruvöndun verið minnst, og þar sem samkeppni
hefur verið minnst, þar hefur vöruvöndun haldizt skár
við. Akureyri og Húsavík eru þessu til sönnunar. — Það
er alkunuugt, að þá er kaupraenn kaupa fje á fæti, gefa
þeir því minna fyrir pundið í hverri kind, sem hún er
vænni, og þegar þeir kaupa ull, gefa þeir allt upp að
þriðjungi meira íyrir þá ull (jafnstóra visk), sem hefur
inni að halda vatn og rusl til þriðjunga, en hina, sem
er hrein og þur. Þessi ummæli get jeg fært sönnur á,
ef á Jiggur. Reynslan sker líka úr því, hve bogið þetta
ástand er, þvi allar meginvörur vorar — fiskurinn ekki
sízt — hafa tapað áliti sínu meir og meir, þangað til að