Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 96
92
loks nú hefur þótt svo úr hófi keyra, að farið er að
reyna samtök með kaupmönnum og landsmönnum til
þess að kippa í liðinii aptur.
Það er nú óhætt að fullyrða, að kaupfjelög vor, svo
ófullkomin sem þau eru enn þá og fjarlæg því að hafa
komizt á fastan og öruggan fót, þau einmitt hafa gjört
meir en nokkuð annað til þess að kippa þessu i liðiun,
þar sem þau hafa náð til. Á næstliðnu hausti er meiri
hlutinn af útfluttu sauðfje frá þeim, og þá er heldur
ekki kvartað um, að íslenzkt fje sje í sjerlegri niður-
lægingu í samanburði við annað fje á enskum markaði.
En þessi áhrif kaupfjelaganna til vöruvöndunar eru
næsta skiljanleg og liggja í eðli þeirra og tilgaugi. Þar
hafa hinir skynsamari menn áhrif og völd nægileg til
þess, að móttaka á vörum og verðskipting fari eptir því,
sem þeim þykir sanngjarnast. Öll fjelögin hafa þyngd
fjárins og gæði ullar og fiskjar fyrir mælikvarða, þá er
verðinu er skipt. Með nægilegum verðmun á góðu og
slæmu, og algjörðri útskúfun á því, sem ekki er hafandi
fyrir verzlunarvöru, hegna kaupfjelögin þeim, sem eru
trassar og flón í meðferðinni á verzlunareyri sínum. Það
eru nú 8 ár síðan að Kaupfjelag Þingeyinga byrjaði að
senda sauði á enskan markað á eigin ábyrgð, og gjörði
það strax verðmun á sauðunum eptir þyngdarmun. Hafa
áhrifin af því miðað til þess meir en nokkur önnur til-
raun á jafnstuttum tíma, að bæta meðferð fjár stórkost-
lega, einkum sauðanna, og hefur meðalþyngd þeirra farið
sívaxandi, þegar hæfilegt tillit er haft til mismunandi
árferðis. Á sama tíma hefur fjelagið stundað ullarvönd-
un eptir megni, og var langt frá að þær tilraunir borg-
uðu sig fyrstu árin, því ull K. Þ. var höfð í sama
númeri og önnur norðlenzk ull. Loks í fyrra (1891)
fjekk fjelagið viðurkenningu um gæði ullarinnar, því þá