Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 97
93
fjekk það 2 pence (15 aur.) rneira fyrir livert enskt pd.
en kaupmenn, sem bezt verð fengu fyrir íslenzka ull,
og 1 penny meira en kaupfjelögin, sem bezt verð fengu.
Á þessu ári gengu nokkrar deildir úr fjelaginu, og mynd-
uðu sjerstætt fjelag (Svalbarðseyrarfjelagið). Deildir
þessar höfðu áður sent ull sína sjer í lagi, en merkt
hana fangamarki K. Þ. og ætíð fengið sama verð og
það fyrir ullina. Nú þegar þær voru sjerstakt fjelag
orðnar, merktu þær ullina sjerstöku merki; en einmitt
fyrir þá sök var kaupandi ullarinnar ðfáanlegur til að
gefa jafnmikið fyrir þessa ull frá Svalbarðseyri.
Þetta dæmi sýnir, að það þarf í fyrstu seigju og sjálfs-
afneitun til, að koma vörum sínum í verulegt álit, ekki
sízt þegar það eru öllu fleiri, sem ekki skeyta um vöru-
vöndun og maður geldur þeirra; en þegar álitið er feng-
ið, þá er það líka mikils virði.
Vöruvöndunin verður að minni hyggju aldrei varan-
leg nema með samtökum og samvinnu, og þess vegna
er það eitt af yfirburðum kaupfjelagsskaparins fram yfir
kaupmennskúna, að efla vöruvöndun. Kaupfjel. eiga
hægt með, að koma á meiri reglu og skipul. í þessu
ofni og þau sameina kraptana og hagsmunina.
Og einmitt í þessu sambandi komu mjer til hug-
ar orð Jóns Sigurðssonar í Nýjum fjelagsritum (29. árg.
bls. 90), sem þannig hljóða: „Allt hið óhreina og hrekk-
vísa, sem hefur smeygt sjer inn í verzlunina hjá oss
á rót sína í illri og óvandaðri vöru, því sú hugsun vakir
allt af fyrir mönnum, að kaupmenn og landsmenn dragi
hvor sinn taum og livor vilji draga skóinn niður af
öðrum, því hvorugur álíti hins gagn vera sitt gagn,
heldur skaða, bæði sinn og síns lands11.1
‘) Jeg vil annars skora á þfi, leBendur, sem ekki eru kunnugir
nefndri ritgjörð, eð lesa hana jafníramt þessari.