Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 98
94
5. Einn af kostum kaupfjelaganna er sparnaður.
Eins og þegar er drepið á, er það eiginlega mikill hluti
af kaupmannastjettinni, með eyðslu hennar og óhófi,
sem kaupfjelögin geta sparað; þetta hefur með rjettu
verið talinn einn af aðalkostum þeirra. Að vísu þarf
kaupfjelagsskapurinn menn í sína þjónustu; en hann
getur komizt af með þá miklu færri og miklu nægju-
samari; þeir kraptar, sem sparaðir eru, geta snúizt að
einhverri nytsamri og framleiðandi vinnu. En eins og
kaupfjelögin komast af með minni og ódýrari vinnu-
krapta, eins komast þau og af með minna starfsfje,
samkv. því sem jeg hefi áður sagt. Á sama tíma, sem
skortur og hungur þjakar mönnum, bíða kaupmenn með
full forðabúr. „Svangir magar og full forðabúr“ eru
orðin að orðtaki. Fje kaupmanna liggur arðlaust í
„fullum forðabúrum“ af því þeir bíða eptir hærra verði,
meiri eptirspurn, meiri þrenging og kvöl, ef ekki vill
betur til. Talsvert at starfsfje er því árlega ekki ein-
ungis gagnslaust, heldur liaft til að kúga fram óeðlilega
eptirspurn. En ef kaupfjelagsskapurinn væri ríkjandi í
allri verzlun, getur anuað eins og þetta ekki lcomið fyr-
ir. Kaupfjelögin bæta svo fljótt sem þau geta úr þörf-
um fjelagsmanna sinna. Þau geta aldrei sjeð sjer hagn-
að í því, að knýja fram meiri eptirspurn, þvi síður að
kúga þá til örþrifráða. Yörusöfn geta þau aldrei hugs-
að sjer að hafa í neinum slíkum tilgangi.
Sonne prestur, sem er uppliafsmaður og frömuður
kaupfjelaga í Danmörku, hef'ur sagt, að kaupfjelag, sem
vel sje stjórnað, geti gefið fjelagsmönnum í hreinan ágóða
um 10°/0, og ætlast þó til, að fjelögin leggi til almennra
framfara, þar fyrir utan, engu minna en kaupmenn gjöra
til jafnaðar. Til sönnunar þessu skýrir hann frá meðal-
tals ágóða kaupfjelaganna á Englandi. Kaupfjelögin í