Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 99
95
Danmörku hafa einnig sannað þetta bæði fyr og
síðar.
Raunar er ósagt enn, að liverju liði þessi sparnað-
ur verður, þá er hann er kominn í vasa einstaklinganna.
En hjerumbil allar líkur eru til, að hann verði að mjög
góðu liði. Kaupfjelagsskapurinn er heldur ekki hlut-
laus um það, hvað af lionum verður. Hann einmitt
knýr menn bæði og laðar til þess að eyða heldur minna
en maður aflar. Erlendu kaupfjelögin skylda menn til,
að leggja fram starfsfje fjelaganna að miklu leyti og
laða menn til, að auka við það meir og meir. Pau eru
nokkurskonar sparisjóðir og stundum liafa þau með liönd-
um regluleg sparisjóðstörf. íslenzk kaupfjelög liafa, því
miður, lítið sem ekkert gjört í þessa átt enn þá. En þau
bæði þurfa að gjöra það og munu gjöra það eptirleiðis,
og á því byggi jeg þeirra væntanlegu kosti ogyfirburði.
— Á engan hátt er heldur þægilegra að spara heldur
en í verzluninni. Menn munu kannast við, að óbeinir
skattar (tollarnir) þykja ekki eins tilfinnanlegir og hinir
beinu. En eins fer, ef liver einstakur vildi Ieggja toll
á sínar aðkeyptu þarfir, og leggja þann toll árlega frá,
t. d. í sparisjóð; honum verður það minna tilfinnan-
legt, að sama skapi eins og óbeinu skattarnir. Og eins
og hiuum íslenzku kaupfjelögum er háttað, geta þau
tekið þessi innlög í hverjum gjaldgengum eyri sem vera skal.
Ennfremur kennir fyrirfram pöntuu bæði sparnað
og fyrirhyggju. Fyrst og fremst er það afleiðing af pöntun-
inni, að menn eru knúðir til, að gjöra áætlanir fyrir-
fram um þarfir sínar og gjaldeyri, að líta yfir nokkurn
kafia af forlögum sínum og framtíð. Til þess þarf auð-
vitað engan galdur, sem kaupfjelagsskapurinn kennir.
En almennast er, að menn láta það þó ógjört nema ytri
kringumstæður knýi til þess, og það gjöra kaupfjelög