Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 100
96
vor. Sá, sem hefur í vök að verjast, er þá knúður til,
að skipa þörfum sínum niður eptir röð, eptir mjög yíir-
vegaðan samanburð; þeim í fyrirrúm, sem eru allra
brýnastar og hinum útífrá1. Sá, sem hefur gott lag á
að treyna vel lítinn gjaldeyri, er meir til fyrirmyndar
heldur en ef hver baukar sjer. Og deildarstjórinn, sem
stendur í því stímabraki, að hnitmiða saman með deild-
ungum sínum pöntun þeirra og gjaldeyri, getur einmitt
bent á þessa menn, sem eru til fyrirmyndar. Því vegna
þess, að það er lífsskilyrði kaupfjelagsins, að standa í
skilum á ákveðnum tíma, verður hin sama regla að
gilda fyrir alla fjelagsmenn, og óskilvísi svipta þá öll-
um fjelagsmannarjetti.
Kaupmenn, þar á móti, gæða skiptavinum sínum á
lánunum alkunnu. Fyrst um sinn er ef til vill lánað
hóflega; en svo kemur upp samkeppnin með kaupmönn-
um; þeir herða festarnar sem mest hver í kapp við
annan, sjerstakl. „skuldafestina11;2 lánsverzlunin er kom-
in í algleyming fyr en varir, og livað helzt þá er sízt
skyldi. í góðu árunum, þá er menn einmitt ættu að
borga skuldir sínar og safna fyrir, eru kaupmenn út-
falastir á lánum, og lánin reynast hin mesta tálbeita
fyrir fiesta; menn eru ótrauðir að taka til láns hjá —
hörðu áruuum.
Við búðarborðið gætir maður þess að jafnaði einna
sízt, að sníða sjer stakk eptir vexti. Par gætir þeirra
ætíð svo lítið, sem það gjöra, og þar eru þeir sízt tekn-
ir til fyrirrayndar. E>ar grípur margan þetta sama og á
uppboðsþingum hjer: einhver andlegur óstyrkur; marg-
ur fær sjer ögn „neðan í því“ og kærir sig svo koll-
*) Sbr. Ný fjelagsrit 29. árg. bls. 94.
2) Sbr. Ný fjelagsrit 29. árg. bls. 88 („skuldafesti“ og „upp-
bótafesti").