Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 101
97
óttan, þótt hann verði svolítið „krítugur11. Hann fer
sínu fram í nokkurskonar draumi, sem hann vaknar
ekki af fyr en reikningurinn kemur. Og konan, sem
er svo lítið inn í þessu reikningslega, hún hefur tæki-
færið, þegar bóndi hennar er í svona góðu skapi og
kaupmaðurinn svo „einstaklega þægilegur“; hana van-
hagar um æði margt og hefur gaman af svo mörgu, sem
fæst í búðinni; vildi líka fegin geta glatt einn og ann-
an þegar hún kemur úr kaupstaðnum; og hún notar
tækifærið. Kaupmaðurinn hefur heldur engan óhag af
þessum þægilega dvala, sem skiptanautar hans vagga
sjer í. Ýmislegt glingur selzt þá betur en ella og svo
er maðurinu skuldbundinn um lengri eða skemmri tíma,
það bregzt varla; hann er skuldbundinn til, að lofa
kaupmanninum, að hafa enn hagnað af sjer framvegis.
6. Kaupfjelagsskapurinn, eins og hver annar fjelags-
skapur, hefur menntandi áhrif á margan hátt. Menn
kynnast skoðunum og tilfinningum hvers annars; sú við-
kynning styrkir skoðanirnar, og gjörir þær gleggri og þjálli;
hún drepur niður smásmuglegum ríg millum manna og
sveita, hún glæðir fjelagsanda og kemur mönnum á lag-
ið með að vinna saman. Hið eina kaupfjelag, sem jeg
þekki af eiginni raun — K. Þ. — hefur ef til vill í
engu tilliti gjört jafnmikið gagn og einmitt í þessu.
Fjelagsskapurinn æfir menn einnig í því, að hlýða stjórn
og reglu og að stjórna.
En svo er það og sjerstakur kostur á kaupfjelags-
skapnum, fram yfir flestan annan frjálsan fjelagsskap,
að hann grípur til svo margra, og hann heldur þeim
föstum með þeim þeim böndum, er reynast sterkari en
önnur fjelagsbönd; það er stundarhagnaðurinn. Að öll-
um jafnaði gefa þau hverjum fjelagsmanni einhvern
hagnað í aðra hönd þegar í stað, og þetta sigrar marg-
Búua&urrit VU. 7