Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 102
98
an þann, sem er of nærsýnn til þess að skoða og meta
hina æðri og meiri kosti fjelagsskaparins. Og margur, sem
í fyrstu drógst með, einungis fyrir stundarhagnaðinn,
hefur síðarmeir fylgzt með af æðri hvötum. Af frjáls-
um fjelögum, sem jeg þekki, er mestur og almennastur
áhugi í kaupfjelagi Þingeyinga. Auðvitað er ekki langt
jafnað; því þótt áhugi í fjelögum sje opt allmikill í
fyrstu, dofnar hann að jafnaði skjótt, og er allopt horf-
inn eptir stuttan tíma. Fundir fjelaganna dofna meir
og meir, og eru því ver sóttir sem lengur líður. Þetta
er hin almenna regla, sem jeg þekki hjer á landi. En
kaupfjelögin eru undantekning. Á fundum K. Þ. eiga
venjulega að mæta um 20 manns (deildarfulltrúar og
fjelagsstjórn). Og það er fremur sjaldgæft að nokkurn
vanti, einkanlega nú orðið, og þess utan eru næstum
æfinlega fjöldi annara manna á kaupfjelagsfundunum,
einungis til þess að hlusta á umræður og gefa orð í þá
er þá fýsir mjög. Þetta liggur, eins og eðlilegt er, í
því, að fjelagið grípur svo inn í daglegt líf oghagsmuni
hvers einasta manns í fjelaginu, að þeir verða því fáir,
sem ekki horfa með athygli og áhyggju á framkvæmdir
þess. Fyrir mörgum getur það verið hugsunin, að reyna
að fá eldinn skaraðan að sinni köku. En þegar til
lengdar leikur verður niðurstaðan um æði marga, sem
eru á kaupfjelagsfundunum af þessum hvötum, að þeir
fara að sjá, að ekki hjálpar að einblína á sinn eigin
Stundarhag; almenn fjelagsheill verður hverjum einstak-
lingi öruggastur vegur til hagnaðar.
7. Kaupfjelagsskapurinn hcfur mikla pólitiska þýð-
ingu, eins og áður er á vikið. í öllum pólitiskum efnum
hefur kaupmannastjettin staðið öndverð þjóðinni. Inrx-
lendir kaupmenn gjöra fáir nokkra uudantekuingu og
sízt af öllu þegar þeir eru farnir að verða ríkir og