Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 103
99
farnir að hugsa til kjötkatlanna í Kaupmannahöfn. Þesau
verður vafalaust eins varið framvegis á meðan kaup-
menn vorir hafa mest viðskipti við Danmörk og eru
meir eða minna danskir og dansksinnaðir. — í allri vorri
stjóruarbaráttu hefur verið barizt með hnúum og hnefum
á móti þeirri stjórnarstefnu, sem gjörði oss að nýlendu.
Jeg efast ekki um, að frömuðir stjóruarbaráttunnar hafi
haft hin gildustu rök til að spyrna af alefli á móti
nýlendustjórn. En þá er og hitt ekki þyðingarminna,
að Danir fari eigi með oss eins og nýiendu í verzlun*
arlegu tilliti. Það eru þess vegna eins brýnar ástæður
til að koma í veg fyrir, eða rjettara sagt útrýma, ný-
lenduvorzlun eins og nýlendu stjórn. Þetta ætti innlend
kaupmannastjett að gjöra; en það gjörir ekki sú stjett,
sem gjörð er innlend einungis með lögum. Það þarf að
vera í sanuleika innlend stjett, og eptir henni verður
langt að bíða.
Kaupfjelög vor hafa nú þegar hafið viðskiptin við
Englendinga í miklu stærri stíl en kaupmenn, og fram-
vegis munu þau meir og meir þoka oss úr sambandinu
við Dani, að því Ieyti sem það skaðar oss í verzlunar-
legu tilliti. Þetta ímynda jeg mjer að geti með tíman-
um gjört samband vort við Dani frjálslegra og eðlilegra
bæði í pólitisku og verzlunarlegu tilliti.
Jeg geng nú að því sem vísu, að ýmsum þyki jeg
halla máli í samanburðinum á kaupmennsku og kaup-
fjelagsskap, eða kaupmönnum og kaupfjelögum. Mönn-
um mun ef til vill þykja, að jeg hafi lítið minnst á
annmarka kaupfjelaganua; það má líka vel vera, að
mjer sjáist yfir þá. En jeg vona þá, að þeir, sem sjá
7*