Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 106
102
deildarstjóra, og annan til vara, sem gengur að öllu í
stað lians, ef Iiann hindrast á einhvern hátt.
4. gr. í hverri fjelags-deild skal halda einn aðal-
fund árlega, áður en fyrsta árspöntun fjelagsins fer fram.
Á þeim fundi skal ræða öll deildarmálefni og liver önn-
ur fjelagsmál, er heyra undir álit og tillögur deildar-
manna; þá skal og kjósa deildarstjóra og varadeildar-
stjóra og gildir sú kosning að eins til næsta ársfundar
á eptir.
5. gr. Skyldur er hver fjelagsmaður að taka á móti
deildarstjórakosningu í þeirri deild, sem hann telur sig
til, þó því að eins, að tveir deildarmenn, þeir er liann
til nefnir, beri með honum ábyrgð á því, að deildin
standi í fullum skilum í fjelaginu, og að liann hafi hæfi-
legt endurgjald fyrir störf sín, sem samið sje um fyrir-
fram í hvert skipti.
6. gr. Störf deildarstjóra eru einkum þessi:
a. Hann hefur alla stjórn og framkvæmd á hendi i deild-
inni, samkvæmt þeim reglum og samþykktum, sem
þar eru viðteknar.
b. Hann kallar saman fundi í deildinni, stjórnar þeim
og ber þar upp fjelags málefni, er deildarmenn varða
og undir þeirra atkvæði heyra.
c. Hann annast um allt, er lýtur að vörupöntun hans
deildar, og ábyrgist með ábyrgðarmönnum deildar-
innar full skil af hennar hendi gagnvart fjelagsstjórn-
inni og hverjum einstökum fjelagsmanni.
7. gr. Deildarstjóri er skyldur að mæta á fundum
fjelagsins sem fulltrúi sinnar deildar. Ailir deildarfull-
trúar fjelagsins í sameiningu mynda eitt fulltrúaráð, sem
hefur hið æðsta úrskurðarvald í öllum þeim málum, er
fjelagið snerta. Fulltrúaráðið skal halda einn aðalfund
árlega nálægt miðjum vetri. Aukafundi skal og lialda,