Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 107
103
þá er formanni fjelagsins þykir þörf til, eða meiri hluti
deildarfulltrúa æskir þess. Á fundum fjelagsins hafa
allir fjelagsmenn málfrelsi og tillögurjett, en fulltrúar
einir atkvæðisrjett. Fulltrúaráðið kýs í hvert skipti
fundarstjóra, og her hann upp þau málefni, er fundur-
inn tekur til meðferðar.
8. gr. Á aðalfundi skulu rædd öll almerm fjelags-
málefni, sem fyrir koma, og gjörðar þær ákvarðanir um
framkvæmdir fjelagsins, sem þörf er á. Ræður afi at-
kvæða öllum úrslitum mála á fjelagsfundum. Komi upp
ágreiningur með fjelagsmönnum um fjelagsmálefni, má
leggja þau mál undir aðalfund, og hefur hann æðsta úr-
skurðarvald í þeim, að svo miklu leyti sem þau heyra
ekki undir landslög og aðgjörðir dómstólanna.
Aðalfundur ákveður fyrirfram það gjald, er fjelags-
menn þurfa að leggja á sig fyrir kostnaði þeim, er leið-
ir af stjórn fjelagsins, og eptir hverjum reglum það skal
greiðast.
9. gr. Fulltrúaráðið kýs formann fyrir fjelagið, og
annan til vara, er gegni formannsstörfum í forföilum
hans. Kosning formanns og varaformanns fer fram á
hvers árs aðalfundi, og gildir að eins til næsta aðalfund-
ar. Formaður tekur sjer tvo meðstjórnendur, er sjeu
honum til aðstoðar og ráðaneytis í öllum stjórnarstörf-
um fjelagsins.
10. gr Þessi eru einkum störf fjelagsformannsins:
a. Hann kveður til allra fjelagsfunda, setur þá, og fram-
Ieggur þau málefni, er hann eða einhverjir fjelags-
menn óska, að rædd sjeu á fundi.
b. Hann hefur á hendi allar framkvæmdir á ákvörðun-
um fulltrúaráðsins og öðrum störfum fjelagsins.
Hann annast um kaup og sölu á vörum fjelagsins,
flutning þeirra og * afhendingu. Skulu allar vöru-