Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 108
104
pantanir gjörðar undir nafni formanns og meðstjórn-
enda hans, og hefur formaður ábyrgð á þeim gagn-
vart þeim, er útvega vörurnar. Allir þeir samningar,
er formaður gjörir fyrir fjelagsins hönd, samkvæmt
lögum þessum eða öðrum ákvörðunum fulltrúaráðsins,
eru bindandi fyrir fjelagið í heild sinni og hvern
einstakan fjelagsmann, enda sjeu þeir undirskrifaðir
af meðstjórnendum hans.
c. Hann ræður þá verkamenn fyrir fjelagið, sem nauð-
syn ber til, og semur um kaup við þá.
d. Hann annast um allar brjefagjörðir fjelagsins, færir
bækur þess og reikninga, enda snúa deildarstjórar
sjer til hans með öll reikningsskil deildanna. Rjett
er honum og að heimta af hverjum deildarstjóra
skýrslur þær, er fjelagið varða gagnvart deild hans.
e. Hann hefur sjóð fjelagsins í sínum vörzlum og innir
af hendi allar fjárreiður þess, og gjörir grein fyrir á
hvers árs aðalfundi eða hvenær sem fulltrúaráðið
krefst þess.
f. Hann hefur umsjón yflr húseign fjelagsins, uppskip-
unaráhöldum og öðru því, er fjelaginu tilheyrir.
g. Hann er aðalfulltrúi fjelagsins gagnvart öllum utan-
fjelagsmönnum, og svarar til alls þess, er fjelagið í
heild sinni kann að verða sakað um. Hann gætir
hagsmuna fjelagsins í einu sem öllu, og hefur fulla
heimild til að neyta aðstoðar landslaga og rjettar, ef
þörf gjörist, því til verndar.
Öll störf sin getur formaður eptir atvikum falið
öðrum mönnum á hendur upp á sína ábyrgð.
11. gr. Formaður hefur ábyrgð á gjörðum sínum fyr-
ir fulltrúaráði fjelagsins. Hann fær hæfileg laun fyrir
skyldustörf sín, og skal samið um þau fyrirfram á hvers
árs aðalfundi, Hann greiðir meðstjórnendum sínum hæfi-