Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 114
110
Þegar vörurnar eru komnar á uppskipunarstað
senda deildarstjórar afhendingarmanni skrá í sama formi
og þessa að framan yfir þær vönir, sem hann skiptir
milli deildunga þeirra. Þá er afkending er lokið
og til reikningsskilanna kemur, setur kver deildar-
stjóri upp skrá yfir vöruskiptin í sama formi og pönt-
unarskrána, nema að viðbættum verðdálki kjá liverri
vörutegund. Niðurstöðutölurnar í þessari skrá sýna,
kvort allt er fært rjettilega til reiknings, sem deildin
kefur fengið af vörum. Upp úr þessari skrá ritar svo
deildarstjórinn vörureikningana til deildunga sinna. Ef
deildarmenn, sem ætið geta vitað kið rjetta verð á kverri
vörutegund, finna ekkert atkugavert við reikninga sína,
og ef endurskoðendur deildarreikninganna finna ekkert
atkugavert við þessa skrá, samanborna við sjálfa sig
og við reikningsskil fjelagsstjórnar, þá er allmikil trygg-
ing fyrir því eða jafnvei vissa, að vörureikningar frá
deildarstjóra eru rjettir.
Aðal-pöntunarskrá fjelagsins er alveg í sama formi
og deildarskrárnar. Einungis eru á kenni nöfn fjelags-
deildanna, þar sem nöfn deildarmanna eru á kinum.
Nú þegar vörurnar eru komnar, eru þær verðreiknaðar;
þ. e. að segja: kostnaðiuum er skipt niður á þær og bætt
við innkaupsverðið, eins og sýniskornið nr. 2 sýnir. Svo
þegar búið er að skipta vörunum, semur afkendingar-
maður skiptaskrá, að sínu leyti eins og áður er minnst
á um deildarstjóra, og set jeg kjer sýniskorn af kenni
(nr. 3).