Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 120
116
Starfsfje.
3. gr. Fje það, sem þarf ti Iframkvæmda fjelagsins,
sje safnað þannig:
a. Inngöngueyrir og samlagsfje. Hver fjelagsm.
greiði, þá er hann gengur í fjel., í inngöngeyri 2 kr., ef
hann er búandi, en 1 kr., ef hanner vinnumaður eða hús-
maður. Inngöngueyrir gefur eigi af sjer rentu, og verð-
ur eigi borgaður til baka.
Ennfremur er hver fjelagsmaður skyldur til að kaupa
einn hlut í fjelaginu á 20 kr., sem anuaðhvort borgist
við inngöngu, eða safnist þannig, með samþykki fjelags-
stjórnar, að hluta fjelagsmannsins af ágóðanum er hald-
ið inni þangað til að upphæðin er fengin. Fleiri hluti
má og kaupa, en með þeim takmörkunum, sem fjelags-
stjórnin ákveður. Jafnskjótt og 10 kr. eru innborgaðar
af hverjum hlut gefur hann eiganda í vöxtu 5 (eða 4) af
100 árlega. Skylduhlutur greiðist eigi til baka á með-
an eigandi er í fjelaginu.
b. Fjelán. Fjelagsstjórnin getur tekið bráðabyrgða-
lán til aukningar starfsfjenu, er nemi allt að 2/8 á
móts við hluteignir þær, er inni standa í fjelaginu.
Sparisjóðs- og lánsstörf.
4. gr. a. Samandreginn ágóði. Þegar fjelagsmenn
krefjast eigi útborgunar á ágóða sínum, er honum safn-
að fyrir og veitir hann eigauda 5 (eða 4) af 100 í árs-
rentur. — Að því leyti sem þetta nemur meira en
skylduhlut má krefjast útborgunar á því með mánaðar-
fyrirvara, eða missiris, ef það nemur meiraen 100 kr.
b. Útlán. í brýnustu þörf getur fjelagsstj. veitt
einstökum fjelagsmönnum peninga- eða vörulán í tiltölu
við þann hlut, er sá hinn sami á í fjelaginu. Þetta lán
má einungis veita til 3 mánaða í senn; á meðan það