Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 121
117
er eigi fullborgað gengur hluti lánþegja af fjelagságóð-
anum því til lúkningar.1
Fjolagsmenii.
5. gr. Öllum, bæði kouum og körlum, er heimilt að
ganga i fjelagið án tillits til stöðu eða heimilis. Sá, sem
vill ganga í fjel., fær einhvern fjelagsmanna til þess að
sækja um inngöngu hjá fjelagsstj. og gjörir hún ákvörð-
un um, hvort veita skuli inngöngu. Neiti fjelagsstj.
má skjóta neitun hennar til næsta aðalfundar.
Fjelagsmenn standa einn fyrir alla og allir fyrir
einn í ábyrgð fyrir skuldbindingum fjelagsins.
Yið inngöngu kaupir sjerhver fjelagsmaður 1 eintak
af lögum fjelagsins fyrir 10 aura.
Sá. sem gengur úr fjelaginu, fær áður en missiri er
liðið útborgað það, sem hann á inni i fjelaginu af hluta-
fje og samandregnum ágóða, að viðbættum vöxtum; þó
dregst frá 1 króna, er verður fjelagseign. En fráfarandi
lieldur áfram að standa í ábyrgð fyrir skuldbindingum
fjelagsins gagnvart þriðja manni, svo framarlega sem
þær eru gjörðar meðan hann er fjelagsmaður.
Nú deyr fjelagsmaður, og ganga þá skuldakröfur
hans til fjelagsins í hendur erfingja lians, án þess samt
að nokkur þeirra hafi rjett til að verða fjelagsm. í stað
hins dána; í því tillití er það einungis ekkjan, sem get-
ur orðið aðnjótandi rjettar bónda síns.
’) Eigi Fjelagið að liafa víðtækari sparisjóðsstörf, skal setja í
staðinn fyrir stafiið b.
b. Innlög Fjelagið tekur á mðti í-parisjððsinnlögum affjelags-
mönnum sínura og geldur af þeim 5 (eða 4)°/0 í rentu árlega. Fje-
lagsstj. má setja takmörk upphæð innlaganna.
e. Útlán. Afganginn af starísfje kaupfjelagsins má Iána fjelags-
mönuum í smá uppbæðnm, gegn tryggilegri sjálfskuldarábyrgð,
sjerstaklega til atvinnurekturs. Ársvextir af jieim crn 6 (eða 5)%.