Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 122
118
Konur fjelagsmanna geta neytt allra fjelagsmanns
rjettinda jafnhliða bændum sínum; þær hafa atkvæðis-
rjett á aðalfundum fjelagsins og þær má kjósa í fjelags-
stjórnina og til annara starfa.1
Hafi einhver fjelagsmaður eigi keypt í fjelaginu 5
króna virði á heilu ári, er hann skoðaður sem genginn
úr fjelaginu. Af innstæðu hans í fjel. borgast engin
renta upp frá því.
Ef fjelagsstjórnin stingur upp á því má víkja manni
úr fjelaginu með % atkvæða á aðalfundi fjelagsins.
Stjórnin.
6. gr. Stjórn fjelagsins er mynduð af 7 fjelags-
mönnum, sem kosnir eru til 2 ára á fyrsta aðalfundi
ár hvert, þannig að 3 og 4 gangi úr á víxl, samt má
endurkjósa hina sömu. Ef 5 fjelagsmenn óska, má hafa
við kosninguna heimulega atkvæðagreiðslu, og ef sjöundi
partur fjelagsmanna óskar þers, má viðhafa hlutfalls-
kosning, á sama hátt og þá er landsþingismenn eru
kosnir.
Fjelagsstjórnin velur sjer formann til 2 ára og
skiptir með sjer störfum. Það er ætlunarverk fjelagsstj.
að sjá um, að störf fjelagsins sje framkvæmd sem bezt.
Fjelagsstjórnin ákveður um meðferðiua á eignum fjelags-
ins, sjer um öll innkaup, leggur útsöluverðið á vör-
urnar og gjörir á missirisfresti grein fyrir efnum og
ástæðum þess. Hún útnefnir starfsmenn fjelagsins og
segir þeim upp, ákveður með skriflegum samningi laun
þeirra og skyldur og hefur eptirlit með þeim. Hún sjer
J) Eða: Konur fjelagsm. má kjósa i fjelagsstjórnina og til
annara starfa, og þær hafa rjett til að vera íi aðalfundum fjelags-
ins. Sje einhver fjelagsmanna ekki á fundi, getur kona hans mætt
í hans stað á fundinum.