Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 123
119
um, að hinar venjulegu bækur kaupfjelaga sje færðar,
að reikningar sje framlagðir og endurskoðaðir reglulega,
og að einungis góðar og ósviknar vörur sje keyptar.
Hún hefur eptirlit með geymslu á vörum fjeiagsins og
eignum.
Fjelagsstjórniu starfar í nafni fjelagsins og getur með
samhljóða ályktun 6 meðlima sinna, að minnsta kosti,
gjört skuldbindingar fyrir fjelagið, sem hafa sama gildi
og ákvarðanir, sem gjörðar eru með atkvæða mun á
aðalfundi. Hún gjörir á aðalfundi grein fyrir gjörðum
sínum.
Fjelagsstjórnin kemur saman á fund öndverðlega í
hverjum mánuði, eptir því sem formaður tiltekur nánar,
og ennfremur þá er formaður, eða 2 í fjelagsstj. óska
þess. Formaður stýrir umræðum og eru fundargjörðir
bókaðar. Til þess að ákvörðun sje gild, þurfa 4 úr
fjelagsstjórninni að vera á fundi. Nöfn þeirra, sem ekki
eru á fundi, færist í gjörðarbókina.
Fjelagsstjórnin hefur engin laun nema öðruvísi sje
umsamið á aðalfundi. Ekki mega þeir, sem í henni eru,
taka að sjer umboðsstörf nje annan gróðaveg nema með
leyfi aðalfundar. Brot á móti þessu varðar brottrekstri
úr fjelagsstjórninni, og þar að auki sektum til varasjóðs,
er nemi fimmfalt meiri upphæð, en hinn meðtekni ávinn-
ingur.
Hver, sem hefur peninga eða eignir fjelagsins með
höndum, setji þær tryggingar, er fjelagsstj. álítur nægja.
Reikningsskil.
7. gr. Á aðalfundi, er haldinn sje fyrsta sunnud. í
febrúar og ágúst, er lögð fram skilagrein fyrir störfum
fjelagsins og reikningum umliðið missiri; síðan eru
reikuingarnir endurskoðaðir af 2 endurskoðendum, er