Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 128
124
við sig, hve tíðir og svæsnir og hversu mikið tjón þeir
gjöri. Af þessari vöntun leiðir það, að bæði jeg, og
liver og einn raunar, þekkir aðeins í þessum greinum
það, sem i kringum liann sjálfan er, eða lítið út fyrir
sveit sína; og þó nú svo kunni að vera, að sjúkdómar
búpenings vors sjeu nokkurnveginn þeir sömu víðsvegar
um landið, þar sem þeir annars ganga, þá liggur í aug-
um uppi engu að síður, að þessi algjörlega skýrslu-
vöntun er næsta tilfinnanleg hverjum þeim, sem um
þetta efni vill rita, og gjörir hann meir hikandi og
hvarflandi en vera skyldi og ella væri, ef hann hefði
fróðlegar árlegar skýrslur um kvilla á skepnum svo
sumar sem vetur, fyrir sjer liggjandi. Þetta, sem að
vísu alltitt stendur í blöðunum: „Bráðafárið hefur með
meira móti (minna móti) gert vart við sig“, þar og
þar, „skitupest liefur verið alltíð á lömbum", „brytt
hefur á lungnaveiki11, „miltisbruni stakk sjer niður á
einum bæ í Árnessýslu“, o. s. frv., er nálega allt og
sumt, sem maður hefur úr umheiminum, og þó það sje
máske góðra gjalda vert þetta í blöðunum, þá sjá þó
allir, hvílíkir molar það eru.1
Að svo mæltu snúum vjer oss að aðalefninu, og
högum þá svo til, að vjer tökum hina umfangsmestu
og um leið almennustu og skæðustu sjúkdómana fyrst,
og þá saman, sem skildir eru og lítt aðgreindir, og
’) Jeg minnÍBt þess fyrir hjer um bil 10 árum síðan nú að tclja,
að hinn fyrsti landshöfðingi vor, Hilrn sál. Finsen, sendi út prentuð
skýrsluform í þesBa átt, sem Bje til að Bafna úr hverri sveit á land-
inu skýrslu um það, hve margt fje færist á ári (vetri) og úr hvaða
kvillum, en hvað til þess hafi komið, að þessu var eigi sinnt, sem
miðaði þó til svo mikilla bóta og fróðleiks, er mjer ókunnugt; má
ske það, þó slæmt sje tilgátu, að í frcmstu dálkunuin átti að standa
fjártalan öll á heimilinu, en sú upphæð þar gat ef til vill komið
sjer óþægilega hjá aumum, borin saman við vorframtalið!