Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 129
125
reynum að lýsa þeim allnákvæmlega, sem ekki síst á
ríður, en látum hina smærri og ótíðari kvillana lieldur
mæta afgangi í þetta sinn, en fylgjum annars engri
samstæðilegri niðurskipan. Það, sem vjer kuunum að
drepa á i lækningalegu tilliti eptir samveikisfræðinnar
reglum, hinum ýmsu unnendum þeirrar fræði til gleði
sem gagns — það setjum vjer af vissu tilefni neðan-
máls við livern sjúkdóm, svo stuttort sem hægt er.
I. Skitupest, sóttarpest,
sótt, lífsýki eða itiðurgaugur, lilessiugur
og
blóðkreppusótt, blóðsótt,
blóðkreppa, pressiugur.
Þessir kvillar1, skyldir sín á milli að nokkru og
tíðum samfara, eru og hafa verið mjög almennir á kvik-
íjenaði vorum, einkum ungu sauðfje, svo og á kálfum,
eu síður folöldum, og verða þá margri, annars efni-
legri, skepnu að fjörtjóni. Á vöxnum gripum er kvill-
inn öllu sjaldgæfari og minna hættulegur; þó er stund-
um mjög gömlum gripum hætt við lionum, og megurð
og rýrnunarsótt er honum jafnaðarlega samfara, enda
íieiri veikjum.
Einkenni og umdœming: Kvilli þessi er alkuunur
og einn hinn auðkenuilegasti; hann er innifalinn í ó-
’) Til fróðleiks almeuningi vil jeg taka [>að fram hjer, að það er
skakkt að akoða hina eiginlegu blóðkreppusótt, sem sömu, eða ná-
skylda veiki hinni eiginlegu sótt eða lífsýki, þó svo sýnist að mestu.
Blóðkreppan er í eðli sínu stífla, en ekki niðrgangsveiki og því í
raun rjettri gangstæð sýki við hina. Hin eiginlega „sótt“ er afrás
skaðlegra óhreininda þarmanna, en blóðkreppa stíflan þeirra; þess
vegna er orðið „kreppa“ svo heppilega valið. Blóðkreppan er sóttnæm,
en hin ekki, og hún batnar trauðlega af sjálfri sjer, sem hin gjörir
títt.